fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Pressan

Í fyrsta sinn í 300 ár er eyjan opin fyrir almenning

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 15. ágúst 2020 22:00

Frá Sipson eyju. Mynd:Sipson Island Trust

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í fyrsta sinn í 300 ára hefur Sipson eyjan undan strönd Cape Cod í Bandaríkjunum verið opnuð fyrir almenningi. Eyjan hefur verið í einkaeigu síðan 1711 þegar Monomoyick ættbálkurinn seldi hvítum landnámsmönnum hana. Nú er eyjan í eigu Sipson Island Trust sem vonast til að geta komið eyjunni í fyrra horf með sjónarmið frumbyggja Norður-Ameríku, um að land sé gjöf sem allir geta notað, að leiðarljósi.

CNN skýrir frá þessu og hefur eftir Tasia Blough, formanni Sipson Island Trust, að það sé mikilvægt fyrir sjóðinn sem samtök og samfélag að miðla mikilvægi sögu frumbyggja og þeim gildum sem fólk, sem bjó á eyjunni fyrir 1711, fylgdi.

Eyjan var opnuð fyrir almenningi síðasta laugardag. Gestir geta farið í gönguferðir, notið sandstranda, kafað og notið útsýnisins til meginlandsins.

Sjóðurinn keypti eyjuna nýlega og naut aðstoðar góðgerðarsamtaka á svæðinu við að safna fé til kaupanna en verðið var 12 milljónir dollara.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Er þetta ástæðan fyrir því að Trump girnist Grænland?

Er þetta ástæðan fyrir því að Trump girnist Grænland?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hér bjó fólk í 2.000 ár – Dag einn hvarf það á braut

Hér bjó fólk í 2.000 ár – Dag einn hvarf það á braut
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nostradamus nútímans með hrollvekjandi spá – Heimsstyrjöld og herkvaðning

Nostradamus nútímans með hrollvekjandi spá – Heimsstyrjöld og herkvaðning
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún var kölluð Lafði Dauði

Hún var kölluð Lafði Dauði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dularfull spænsk steinrista gæti endurskrifað sögu manna í Evrópu

Dularfull spænsk steinrista gæti endurskrifað sögu manna í Evrópu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hægláta konan bjó með systur sinni og móður – Fáir vissu leyndarmál hennar

Hægláta konan bjó með systur sinni og móður – Fáir vissu leyndarmál hennar