CNN skýrir frá þessu og hefur eftir Tasia Blough, formanni Sipson Island Trust, að það sé mikilvægt fyrir sjóðinn sem samtök og samfélag að miðla mikilvægi sögu frumbyggja og þeim gildum sem fólk, sem bjó á eyjunni fyrir 1711, fylgdi.
Eyjan var opnuð fyrir almenningi síðasta laugardag. Gestir geta farið í gönguferðir, notið sandstranda, kafað og notið útsýnisins til meginlandsins.
Sjóðurinn keypti eyjuna nýlega og naut aðstoðar góðgerðarsamtaka á svæðinu við að safna fé til kaupanna en verðið var 12 milljónir dollara.