fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Fréttir

Bjóða íslenskum börnum að skoða eldflaugaskotpall Skyrora í dag

Heimir Hannesson
Fimmtudaginn 13. ágúst 2020 13:52

mynd/skyrora

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skoska eldflaugafyrirtækið Skyrora býður börnum að heimsækja skotstað sinn á Langanesi í dag, fimmtudag. Segir í tilkynningu félagsins að fullorðnir í fylgd með börnum séu velkomnir. Hægt er að skrá sig á vef Langanesbyggðar. Þar segir jafnframt að Robin Hague, sem stýrir verkefninu mun taka á móti áhugasömum á milli 5 og 6 seinni partinn í dag og fara yfir starfsemi þeirra á skotstað, hvernig skotið fer fram og hvað þarf að hafa í huga í þeim málum.

Atli Þór Fanndal, frá Geimvísinda- og tækniskrifstofunni verður Robin til halds og trausts og mun þýða á íslensku fyrir yngri börnin. Nauðsynlegt er að skrá sig til þess að komast að.

Nú bíður um 20 manna hópur frá Geimvísinda- og tækniskrifstofunni og Skyrora eftir réttum veður skilyrðum til þess að koma eldflaug sinni á loft. Nú er skotglugginn opinn segir Atli Þór Fanndal, yfirmaður Geimvísinda- og tækniskrifstofunnar, og verður hann opinn fram á sunnudag. Skrifstofan hefur aðstoðað Skyrora við verkefni sitt hér á landi.

Fari svo að veðrið spili með Skyrora teyminu mun skotið fara fram innan gluggans sem nú er opinn. Unnið hefur verið að undirbúningi tilraunaskotsins í nokkurn tíma og skotsins því beðið með eftirvæntingu.

Áhugasamir geta fylgst með framgangi verkefnisins á Facebook síðu Geimvísinda- og tækniskrifstofunnar, Space Iceland, eða á Facebook síðu Skyrora, hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hvernig er hægt að skapa ungmennum heilbrigt val?

Hvernig er hægt að skapa ungmennum heilbrigt val?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Drápu 500 ára gamlan Íslending fyrir slysni – Bar nafnið Ming

Drápu 500 ára gamlan Íslending fyrir slysni – Bar nafnið Ming
Fréttir
Fyrir 4 dögum

ÍR beið ósigur gegn Reykjavíkurborg

ÍR beið ósigur gegn Reykjavíkurborg
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Ökuníðingur dreginn fyrir dóm eftir skrautlega eftirför

Ökuníðingur dreginn fyrir dóm eftir skrautlega eftirför