fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Fréttir

Skýrsla eða ekki skýrsla: Verðlagsstofa staðfestir að hafa tekið saman upplýsingarnar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 12. ágúst 2020 15:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Verðlagsstofa skiptaverðs hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem staðfest er að hún hafi tekið saman upplýsingar árið 2012 um karfaútflutning á árunum 2010 til 2011, að beiðni úrskurðarnefndar sjómanna og útvegsmanna, og sent gögnin til nefndarinnar.

Umrædd gögn munu vera skýrsla sú sem Helgi Seljan vísaði til í umfjöllun sinni um meinta undirverðlagningu Samherja á fiski til útflutnings til dótturfyrirtækja. Var umfjöllunin í Kastljósþætti árið 2012 og segir Samherji að hún hafi verið kveikjan að rannsókn Seðlabankans á meintum brotum Samherja á gjaldeyrishöftum sem voru í gildi á þessum tíma. Samherji var hreinsaður af ásökunum um gjaldeyrisbrot fyrir dómstólum árið 2018.

Samherji staðhæfir í Youtube-þætti sem fyrirtækið lét gera og birta í gær að skýrslan sem Helgi styðst við hafi aldrei verið til. Samkvæmt yfirlýsingu Verðlagsstofu tók hún þessar upplýsingar saman og voru þær í Excel-skjali. Með öðrum orðum: Skýrslan var til en hún var ekki skýrsla.

Yfirlýsingin er eftirfarandi:

„Yfirlýsing frá Verðlagsstofu skiptaverðs

Vegna opinberrrar umræðu síðustu daga um aðkomu Verðlagsstofu skiptaverðs að umfjöllun um meðalverð á karfa í úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna í byrjun árs 2012 er rétt að fram komi að Verðlagsstofa skiptaverðs tók saman upplýsingar um karfaútflutning áranna 2010 og 2011 og sendi nefndinni vegna athugunar á máli sem þá var til umfjöllunar hjá úrskurðarnefnd.

Um var að ræða excelskjal sem unnið var af starfsmanni Verðlagsstofu og innihélt tölulegar upplýsingar sem unnar voru upp úr gagnagrunnum Fiskistofu. Í skjalinu er tafla sem sýnir allan útflutning á karfa frá Íslandi yfir fyrrgreint tímabil eftir hvaða skip veiddi aflann, aflaverðmæti og magni.

Ekki var skrifuð sérstök skýrsla af hálfu Verðlagsstofu af þessu tilefni og ekki lagt efnislegt mat á þær upplýsingar sem þarna voru dregnar saman og sendar úrskurðarnefnd. Hins vegar var áréttað að um trúnaðargögn væri að ræða.

Hlutverk Verðlagsstofu skiptaverðs Samkvæmt lögum um Verðlagsstofu skiptaverðs og úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna nr. 13/1998 hefur Verðlagsstofa það hlutverk að fylgjast með fiskverði og uppgjöri á aflahlut sjómanna og stuðla að réttu og eðlilegu uppgjöri á aflahlut sjómanna. Verði Verðlagsstofa vör við misræmi og telji skýringar útgerðar ófullnægjandi getur hún skotið málinu til úrskurðarnefndar sjómanna og útvegsmanna. Til úrskurðarnefndarinnar skulu fylgja öll gögn sem Verðlagsstofa hefur aflað um uppgjör á aflahlut áhafnar skips svo og nauðsynlegar upplýsingar um verðlagningu sambærilegs afla í hliðstæðum viðskiptum.
Trúnaður Þau gögn sem Verðlagsstofa safnar og vinnur fyrir úrskurðarnefndina eru trúnaðargögn, sbr. 17. gr. laga nr. 13/1998, og eru starfsmenn Verðlagsstofu, sem og nefndarmenn úrskurðarnefndar, bundin þagnarskyldu. Starfsmenn Verðlagsstofu og nefndarmenn úrskurðarnefndar geta þar af leiðandi ekki tjáð sig um einstaka mál sem til umfjöllunar eru hverju sinni né þau gögn sem heyra þar undir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakaður um ruddalegt athæfi, kynferðislega áreitni og barnaverndarlagabrot

Sakaður um ruddalegt athæfi, kynferðislega áreitni og barnaverndarlagabrot
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Um 100 manna hópur strandaglópar í Barcelona eftir að flugvél frá Play var snúið við vegna bilunar

Um 100 manna hópur strandaglópar í Barcelona eftir að flugvél frá Play var snúið við vegna bilunar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hvernig er hægt að skapa ungmennum heilbrigt val?

Hvernig er hægt að skapa ungmennum heilbrigt val?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ökuníðingur dreginn fyrir dóm eftir skrautlega eftirför

Ökuníðingur dreginn fyrir dóm eftir skrautlega eftirför
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Truflaði starfsemi Neyðarlínunnar

Truflaði starfsemi Neyðarlínunnar
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Kona föst inni á salerni

Kona föst inni á salerni
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Harmleikurinn í Garðabæ: Nafn hins látna

Harmleikurinn í Garðabæ: Nafn hins látna