fbpx
Fimmtudagur 10.apríl 2025
Pressan

Nýir húseigendur ætluðu að koma lúxuseigninni í gott stand – Gerðu óhugnanlega uppgötvun í kjallaranum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 12. ágúst 2020 05:45

Húsið góða. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í rúmlega 30 ár stóð stórt og reisulegt hús í hjarta Parísar autt og yfirgefið. En nýlega keypti auðmaðurinn Jean-Bernard Lafonta húsið og greiddi 35 milljónir evra fyrir. Húsið er við 12 rue Qudinot sem er skammt frá embættisbústað franska forsætisráðherrans.

Á ljósmyndum má sjá að búið var að múra upp í gluggaop og að garðurinn var í algjörri órækt. En Lafonta hófst strax handa við endurbætur á húsinu og réði iðnaðarmenn til verksins. Þeir hófust fljótlega handa við endurbætur á húsinu en fljótlega gerðu þeir óhugnanlega uppgötvun.

Þegar þeir fjarlægðu spýtnahrúgu og múrsteina í kjallara fundu þeir lík. Strax var ljóst að líkið var með nokkur beinbrot og hnífsstungur. Lögreglan rannsakar málið því sem morð. Skilríki voru á líkinu og sýna þau að hinn látni hét Jean-Pierre Renaud en hann var heimilislaus. Le Monde hefur eftir talsmanni lögreglunnar að hann hafi einnig glímt við áfengisvandamál.

Talsmaðurinn sagði að lögreglan telji að Renaud hafi lent í slagsmálum við annan utangarðsmann. Óljóst sé þó hvort hann hafi látist í húsinu eða hvort lík hans hafi verið flutt þangað. Hugsanlega takist aldrei að finna þann sem varð honum að bana enda sé alveg eins líklegt að viðkomandi sé einnig látinn.

The Guardian segir að samkvæmt fréttum franskra fjölmiðla hafi líkið líklega legið í kjallaranum í rúmlega 30 ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Elín Metta komin heim
Pressan
Í gær

Börn lögð inn á sjúkrahús vegna eitrunar – „Mislingakúr“ bandaríska heilbrigðisráðherrans um að kenna

Börn lögð inn á sjúkrahús vegna eitrunar – „Mislingakúr“ bandaríska heilbrigðisráðherrans um að kenna
Pressan
Í gær

Trúðslæti Trump – Skiptir um skoðun og tilkynnir 90 daga pásu á refsitollunum

Trúðslæti Trump – Skiptir um skoðun og tilkynnir 90 daga pásu á refsitollunum
Pressan
Í gær

Ítalir í áfalli – Tvær stúdínur myrtar

Ítalir í áfalli – Tvær stúdínur myrtar
Pressan
Í gær

Skítarannsókn – Þessi skítur getur drepið krabbameinsfrumur

Skítarannsókn – Þessi skítur getur drepið krabbameinsfrumur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Heitar umræður í Svíþjóð – Íhuga að gera kaup á efni á OnlyFans refsivert

Heitar umræður í Svíþjóð – Íhuga að gera kaup á efni á OnlyFans refsivert
Pressan
Fyrir 3 dögum

Útskýrir fáránlega en sanna forsögu tollastefnu Trump

Útskýrir fáránlega en sanna forsögu tollastefnu Trump
Pressan
Fyrir 3 dögum

Annað barn í Texas lést af völdum mislinga

Annað barn í Texas lést af völdum mislinga
Pressan
Fyrir 4 dögum

Börnin sem voru alin upp af dýrum – Úlfabörnin – Apabarnið – Kjúklingastrákurinn

Börnin sem voru alin upp af dýrum – Úlfabörnin – Apabarnið – Kjúklingastrákurinn