fbpx
Föstudagur 11.apríl 2025
Pressan

Hugsanlega nýtt og sérstakt sjúkdómseinkenni COVID-19

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 12. ágúst 2020 06:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt skýrslu sem var birt nýlega í American Journal of Emergency Medicine er hugsanlegt að viðvarandi hiksti sé eitt sjúkdómseinkenna kórónuveirunnar sem veldur COVID-19.

New Zealand Herald skýrir frá þessu. Fram kemur að í skýrslunni vari hópur bandaríska lækna við því að hugsanlega geti verið tengsl á milli viðvarandi hiksta og kórónuveirusmits. Ástæðan fyrir þessu mati læknanna er að 62 ára maður frá Chicago var lagður inn á sjúkrahús í apríl. Hann hafði lést um rúmlega 11 kíló á fjórum mánuðum á óútskýrðan hátt og í fjóra sólarhringa fyrir innlögnina hafði hann verið með stanslausan hiksta. Hann var ekki með hita, hálsbólgu, brjóstverki, öndunarörðugleika eða önnur klassísk einkenni kórónuveirunnar.

Til að komast að orsökum hikstans ákváðu læknar að taka myndir af brjósti hans og sáu þá svolítið sem líktist gegnsæju og brotnu gleri en það getur bent til vandræða með lungnastarfsemina.

Maðurinn, sem þjáist af sykursýki, var settur í einangrun og fékk meðhöndlun við lungnabólgu og um leið var tekið sýni úr honum til að rannsaka hvort hann væri með kórónuveirunar. Svo reyndist vera.

Enn hefur ekki verið staðfest að viðvarandi hiksti sé einkenni kórónuveiru en læknarnir, sem skrifuðu skýrsluna, biðja fólk að halda vöku sinni þegar fólk með óvenjuleg einkenni, á borð við hiksta, leitar til heilbrigðiskerfisins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Elín Metta komin heim
Pressan
Í gær

Börn lögð inn á sjúkrahús vegna eitrunar – „Mislingakúr“ bandaríska heilbrigðisráðherrans um að kenna

Börn lögð inn á sjúkrahús vegna eitrunar – „Mislingakúr“ bandaríska heilbrigðisráðherrans um að kenna
Pressan
Í gær

Trúðslæti Trump – Skiptir um skoðun og tilkynnir 90 daga pásu á refsitollunum

Trúðslæti Trump – Skiptir um skoðun og tilkynnir 90 daga pásu á refsitollunum
Pressan
Í gær

Ítalir í áfalli – Tvær stúdínur myrtar

Ítalir í áfalli – Tvær stúdínur myrtar
Pressan
Í gær

Skítarannsókn – Þessi skítur getur drepið krabbameinsfrumur

Skítarannsókn – Þessi skítur getur drepið krabbameinsfrumur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Heitar umræður í Svíþjóð – Íhuga að gera kaup á efni á OnlyFans refsivert

Heitar umræður í Svíþjóð – Íhuga að gera kaup á efni á OnlyFans refsivert
Pressan
Fyrir 3 dögum

Útskýrir fáránlega en sanna forsögu tollastefnu Trump

Útskýrir fáránlega en sanna forsögu tollastefnu Trump
Pressan
Fyrir 3 dögum

Annað barn í Texas lést af völdum mislinga

Annað barn í Texas lést af völdum mislinga
Pressan
Fyrir 4 dögum

Börnin sem voru alin upp af dýrum – Úlfabörnin – Apabarnið – Kjúklingastrákurinn

Börnin sem voru alin upp af dýrum – Úlfabörnin – Apabarnið – Kjúklingastrákurinn