Það er 15% afsláttur af gjafabréfum í Matarkjallarann fram að jólum. „Þetta er fullkomin jólagjöf handa fólki sem þú ert í vandræðum með að finna gjöf fyrir,“ segir Valtýr Bergmann hjá Matarkjallaranum. Segir hann að gjafabréfin geti verið fyrir hvaða upphæð sem er, eða einhvern af samsettu matseðlunum sem gefandinn velur.
Samsettu matseðlarnir eru fimm alls, þar á meðal er Leyndarmál Matarkjallarans, sem er sex rétta matseðill að hætti kokksins; Upplifðu Ísland – fjögurra rétta matseðill; Vegan matseðill; Haf og Hagi sem inniheldur meðal annars steikarplanka með humarhala; og svo er það sjávarréttamatseðillinn með fiskitvennu og fiskisúpu.
Matarkjallarinn er til húsa í kjallaranum að Aðalstræti 2, í gamla Geysishúsinu, í sömu salarkynnum og Sjávarkjallarinn var í áður, en kominn er nýr inngangur að framanverðu.
„Þetta er íslenskt brasserie með áherslu á góðan og einfaldan mat, án tilgerðar,“ segir Valtýr, en gott jafnvægi er á milli fisk- og kjötrétta, auk þess sem grænmetisréttirnir koma sterkir inn.
Matarkjallarinn er rúmgóður veitingastaður sem getur með hámarksnýtingu tekið um 130 manns í sæti en eðlileg nýting er 90–100 manns í einu. Að sögn Valtýs er hlutfall erlendra ferðamanna og Íslendinga jafnt. Einfaldur hádegismatseðill er vinsæll á staðnum en þar er hægt að fá fiskitvennu fyrir aðeins 2.350 krónur.
„Eldhúsið er opið til 23.00 en á föstudags- og laugardagskvöldum er „happy hour“ milli kl. 23.00 og 1.00, þar sem tilboð er á völdum kokteilum, dælubjór og rauð- og hvítvíni. Síðan er lifandi píanótónlist hér öll kvöld og á „happy hour“ er yfirleitt lifandi tónlist,“ segir Valtýr.
Nánari upplýsingar er að finna á vefsíðunni www.matarkjallarinn.is. Gjafabréfin má nálgast á staðnum eða með því að hringja í síma 558-000.