fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Fréttir

Vendingar í máli arnarstuldsins fyrir austan

Heimir Hannesson
Þriðjudaginn 11. ágúst 2020 14:31

mynd/austurfrett.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

DV sagði frá því fyrir skemmstu að erni hafi verið stolið fyrir framan Landsbankann á Egilsstöðum. Verkið, um 50 kílóa þungt trélistaverk eftir Grétar Reynisson, var á steyptum stöpli sem skemmdist við þjófnaðinn í síðustu viku. Var þá haft á eftir Óðni Gunnari Óðinssyni, skrifstofustjóra Fljótsdalshéraðs, að styttunni hafi verið ruggað til og síðan rifin upp.

Sjá nánar: Lögreglan á Austurlandi rannsakar furðulegan listaverkaþjófnað

Nú er styttan hins vegar komin í leitirnar, en þeir seku leika enn lausum hala. Segir vefurinn Austurfrétt frá því að eftirgrennslan hafi leitt til þess að erninum var skilað. Í tilkynningu lögreglunnar á Austurlandi segir að hann hafi fundist við hringtorg á Þjóðvegi 1 þar sem vegurinn liggur um Kirkjubæjarklaustur, um 400 kílómetra frá heimili sínu. Örninn veglegi er nú í vörslu lögreglunnar á Suðurlandi og bíður heimferðar, segir lögreglan á Austurlandi. Verkið er óskemmt.

Málið er enn í rannsókn og segir lögreglan að líklegt þyki að um „bernskubrek fullorðinna,“ að ræða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

ÍR beið ósigur gegn Reykjavíkurborg

ÍR beið ósigur gegn Reykjavíkurborg
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ökuníðingur dreginn fyrir dóm eftir skrautlega eftirför

Ökuníðingur dreginn fyrir dóm eftir skrautlega eftirför
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Kona föst inni á salerni

Kona föst inni á salerni