Þrjú smit greindust í gær við landamæraskimun en ekkert smit greindist innanlands. Tveir af þremur bíða nú eftir mótefnamælingu eftir skimun við landamærin. 3.105 sýni voru tekin við landamærin.Samkvæmt tölfræði á Covid.is eru nú 839 í sóttkví og hefur þeim fækkað um 99 síðan í gær. Langflestir þeirra eru á höfuðborgarsvæðinu.
Þykir tölfræði gærdagsins gefa vonir um að tekist hefur að hefta tvö nokkuð stór hópsmit. Þannig var sagt frá því í fyrradag að greinst hefðu tvö smit innlands og eitt við landamærin.
Þetta er í fyrsta sinn síðan 24. júlí sem ekkert smit greinist innanlands.