fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024

Jesús bauð ekki upp á jólasteik

Bergþór Pálsson og Albert Eiríksson segja frá jólahefðum og leiðbeina með fallegar jólaskreytingar.

Margrét Gústavsdóttir
Sunnudaginn 17. desember 2017 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þeir Albert Eiríksson matreiðslumaður og Bergþór Pálsson baritónsöngvari, eru það sem Danir kalla „meget festlige fyrer“ og sem slíkir taka þeir jólahátíðinni fagnandi. Eru að sjálfsögðu búnir að koma upp skreytingum og tóku því vel á móti blaðakonu þegar hún innti þá eftir leiðbeiningum um hvernig mætti skreyta hátíðarborðið af sama listfengi og þeir spúsar hafa löngum verið þekktir fyrir.

„Mér finnst einfaldleikinn mikilvægur,“ útskýrir Bergþór. „Stundum eru til dæmis skreytingar eða há kerti á miðju borði svo stór að fólk sér bara ekki manneskjuna sem situr á móti. Það gengur auðvitað ekki,“ segir hann og hlær.

Svo héldum við í búðir á Laugaveginum og gáfum örþreyttu verslunarfólki. Gleðin sem skein úr andlitunum var engu lík og það má því segja að þetta hafi eiginlega verið besta jólagjöfin okkar þótt fyrirhöfnin væri lítil sem engin.

Sjálfur málaði Bergþór þessa fallegu jóladiska fyrir nokkrum árum. Hann valdi myndir af jólasveinunum eftir Halldór Pétursson, en setti þá í gamla íslenska búninga og vandaði mjög til verksins: „Fyrirmyndirnar að klæðnaði jólasveinanna hef ég frá Þjóðminjasafni Íslands.“

Á borðinu eru spariglös fyrir vín og vatn, eða gos, tvær tegundir af diskum og tvær af hnífapörum. Hnífapörunum er pakkað inn í sætar servíettur. Bergþór bendir á að nú sé nokkuð auðvelt að fá hugmyndir að fallegum servíettuskreytingum á netinu. Það þurfi bara að „gúggla“ örlítið.

Jarðarberin á miðju borðinu eru skemmtilega óvanalegt jólaskraut. Litirnir eru engu að síður mjög jólalegir og berin sjálf algjört hnossgæti en þetta er íslensk framleiðsla og uppskeran glæný.

„Við fengum þetta hjá Silfurtúni á Flúðum, þar sem við vorum staddir í fyrradag. Nú kaupi ég bara íslenska framleiðslu, enda er hún mikiðm mikið betri,“ segir sælkerinn Albert.

Hreinn og fallegur líndúkur, jólasparistell og skemmtilegt brot á servíettum. Þetta dugar til að gefa góða jólastemningu við veisluborðið.
Einfaldleikinn stendur fyrir sínu Hreinn og fallegur líndúkur, jólasparistell og skemmtilegt brot á servíettum. Þetta dugar til að gefa góða jólastemningu við veisluborðið.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Ber í rommi

Jólahefðir þeirra hjóna hafa verið breytilegar í þau tuttugu ár sem þeir Bergþór og Albert hafa búið saman en ein er þó alltaf í hávegum höfð: „Á aðfangadagsmorgun förum við alltaf með pabba, Páli Bergþórssyni, keyrum út eitthvað lítið matarkyns til vina og ættingja og með fylgir vísa eftir pabba,“ segir Bergþór og lætur vísuna frá í fyrra fylgja með en þá gáfu þeir ber í rommi.

Kannski er hægt að hugsa sér,
er hækkar blessuð sólin,
að ber í rommi bragðist þér
bara vel um jólin.

Jesús bauð ekki upp á jólasteik

Að þessari hefð undanskilnni hafa aðrar hefðir þeirra Bergþórs og Alberts að mestu ráðist af því hvenær Bergþór er að syngja en í mörg ár hefur hann t.a.m. sungið sama sálminn í danskri messu sem fer fram í Dómkirkjunni klukkan þrjú á aðfangadag. Upp úr þessu hefur svo skapast spaugileg hefð milli barítónsins og tveggja kvenna sem sækja messuna árlega.

„Þegar mér var falið þetta í fyrsta sinn þá vandaði ég mig auðvitað sérstaklega við að ná danska framburðinum góðum. Fór meira að segja yfir í danska sendiráðið til að fá leiðsögn og lagði mig mikið fram. Einn sálmurinn er á þessa leið:
Det kimer nu til julefest, Det kimer for den høje gæst, som steg til lave hytter ned, med nytårsgaver, fryd og fred. Taldi mig bara nokkuð góðan – eða þar til tvær danskar dömur pikkuðu í mig að lokinni messu og bentu mér á, með sínum fína danska hreim, að vissulega hefði Jesús stigið niður til hinna fátæku en hann hafi þó aldrei boðið upp á steik. Æ síðan hefur það verið árlegur viðburður milli mín og þessara vinkvenna, að við kímum til hvert annars um leið og ég er búinn að sleppa orðinu steg með réttum framburði.“

Besta jólagjöfin er að gleðja aðra

Að endingu nefna þeir svo fallegt uppátæki frá því í fyrra. Sérlega jólalegt, enda sælla að gefa en þiggja.
„Við áttum ósköpin öll af smákökum á Þorláksmessu sem við sáum ekki fyrir okkur að maula fram yfir áramót svo við ákváðum að pakka þeim inn í litla fallega sellófanpoka. Svo héldum við í búðir á Laugaveginum og gáfum örþreyttu verslunarfólki. Gleðin sem skein úr andlitunum var engu lík og það má því segja að þetta hafi eiginlega verið besta jólagjöfin okkar þótt fyrirhöfnin væri lítil sem engin,“ segir Bergþór glaðlega að lokum.

Á borðinu eru glös fyrir vín og vatn, eða gos, tvær tegundir af diskum og tvær af hnífapörum. Hnífapörunum er pakkað inn í sætar servíettur. Bergþór bendir á að nú sé nokkuð auðvelt að fá hugmyndir að fallegum servíettuskreytingum á netinu.
Einfaldur hátíðleiki Á borðinu eru glös fyrir vín og vatn, eða gos, tvær tegundir af diskum og tvær af hnífapörum. Hnífapörunum er pakkað inn í sætar servíettur. Bergþór bendir á að nú sé nokkuð auðvelt að fá hugmyndir að fallegum servíettuskreytingum á netinu.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Bergþór valdi myndir af jólasveinunum, Grýlu og Leppalúða eftir Halldór Pétursson en lét fjölskylduna skipta um föt og sótti fyrirmyndirnar á Þjóðminjasafn Íslands.
Grýla, Leppalúði og jólakötturinn Bergþór valdi myndir af jólasveinunum, Grýlu og Leppalúða eftir Halldór Pétursson en lét fjölskylduna skipta um föt og sótti fyrirmyndirnar á Þjóðminjasafn Íslands.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

„Við fengum þetta hjá Silfurtúni á Flúðum, þar sem við vorum staddir í fyrradag. Nú kaupi ég bara íslenska framleiðslu, enda er hún mikið, mikið betri.“
Jólaleg jarðarber „Við fengum þetta hjá Silfurtúni á Flúðum, þar sem við vorum staddir í fyrradag. Nú kaupi ég bara íslenska framleiðslu, enda er hún mikið, mikið betri.“

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

„Skrautið á speglinum er tilbúið með jólaseríu og öllu. Það þarf ekki annað en að vippa þessu úr kassanum og stinga í samband.“
Einfalt jólaskraut „Skrautið á speglinum er tilbúið með jólaseríu og öllu. Það þarf ekki annað en að vippa þessu úr kassanum og stinga í samband.“

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Servíettubrot er auðvelt að læra á internetinu en þar má bæði finna myndbönd og aðrar leiðbeiningar um hvernig fegra má borðið með þessum klassíska máta.
Blævængsbrot Servíettubrot er auðvelt að læra á internetinu en þar má bæði finna myndbönd og aðrar leiðbeiningar um hvernig fegra má borðið með þessum klassíska máta.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Guardiola ýjar að því að De Bruyne sé að fara

Guardiola ýjar að því að De Bruyne sé að fara
Fókus
Fyrir 2 klukkutímum

Fór að leita að norðurljósum á Íslandi en fann nokkuð enn sjaldséðara

Fór að leita að norðurljósum á Íslandi en fann nokkuð enn sjaldséðara
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Leggur til að dómarinn umdeildi fái hjálp og annan séns

Leggur til að dómarinn umdeildi fái hjálp og annan séns
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

„Úrvalssveitir“ Rússa sagðar vera veikburða og úreltar

„Úrvalssveitir“ Rússa sagðar vera veikburða og úreltar