fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Pressan

100 dagar án innanlandssmits kórónuveiru

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 11. ágúst 2020 05:40

Frá Nýja-Sjálandi. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimsfaraldur kórónuveirunnar virðist vera að sækja í sig veðrið víða um heim, þar á meðal hér á landi og í nágrannaríkjum okkar. En á sunnudaginn gátu Nýsjálendingar fagnað því að 100 dagar voru liðnir síðan síðasta innanlandssmit greindist. Nær engar takmarkanir á daglegt líf hafa verið í gildi þar í landi síðan í byrjun júní.

Síðasta staðfesta innanlandssmitið greindist 1. maí. Síðasti sunnudagur var fjórði dagurinn í röð sem ekkert smit greindist í landinu og er þar átt við að smit greinast enn á landamærunum en allir sem koma til landsins þurfa að fara í skimun. BBC skýrir frá þessu.

Nú eru 23 virk smit í landinu og eru allir hinir smituðu í einangrun. Allir smituðust erlendis. Í heildina hafa 1.219 smit greinst í landinu og 22 hafa látist af völdum COVID-19. Í landinu búa um 5 milljónir og hafa því 314 smit greinst á hverja milljón íbúa og 4 af hverjum milljón íbúum hafa látist samkvæmt tölum frá Worldometers. Til samanburðar má nefna að í Bandaríkjunum hafa 15.658 af hverri milljón smitast af veirunni og 500 látist.

Þrátt fyrir góðan árangur hvetja yfirvöld landsmenn til að vera á varðbergi og segja að þeir megi ekki halda að hættan sé liðin hjá. Dæmin frá öðrum löndum sýni að veiran geti skotið upp kollinum á nýjan leik og dreift sér á stöðum þar sem búið var að ná stjórn á ástandinu. Þjóðin verði að vera undir það búin að bregðast hratt við.

Nýsjálensk yfirvöld brugðust hratt við þegar fregnir bárust af veirunni og lokuðu þann 3. febrúar  fyrir komur fólks frá Kína og þeirra sem komu í gegnum Kína. Nýsjálendingar, sem komu heim frá Kína, urðu að fara í 14 daga sóttkví. Þann 19. mars var landinu lokað nær algjörlega fyrir útlendingum. Þann 25. mars var nær öll samfélagsstarfsemi stöðvuð, aðeins nauðsynlegustu fyrirtæki og stofnanir fengu að hafa opið. Almenningur var beðinn um að halda sig heima. Einnig var strax í upphafi faraldursins byrjað að skima og rekja smit.

Landamæri landsins eru enn lokuð fyrir útlendingum og Nýsjálendingar sem koma heim frá útlöndum verða að fara í 14 daga sóttkví.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið