fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Fókus

Hasar, grín og geislasverð

Trausti Salvar Kristjánsson
Föstudaginn 15. desember 2017 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir pínu vonbrigði með The Force Awakens, vegna líkindanna með elstu myndinni, voru væntingarnar þær að sú nýja myndi feta í fótspor á The Empire strikes back, sem er álitin besta Star Wars-myndin.

Hún gerir það að einhverju leyti, en væntingar eru þó best geymdar heima. Söguþráðurinn er lengi í gang. Þá er fullmikið gert úr tveimur nýjum persónum, sem gera lítið fyrir aðalsöguþráðinn. Galli myndarinnar er að hana skortir virðinguna fyrir áferð og alvarleika eldri myndanna.

Upphafsatriðið setur svolítið tóninn þar, þegar Rey réttir Luke gamla geislasverðið sitt. Þar (kyber)kristallast munurinn á leikstjórunum J.J. Abrams og Rian Johnson. Þótt eldri myndirnar hafi auðvitað boðið upp á nokkra góða brandara inn á milli, er hér gengið aðeins of langt fyrir smekk ofanritaðs, er ólst upp með gömlu myndunum og ber því óttablandna og nostalgíska virðingu fyrir þeirri arfleifð, því samtölin og leikurinn í nýjustu myndinni ná ekki alltaf að vega upp á móti gríninu og fyrir vikið er stundum eins og um framhaldsmynd Spaceballs sé að ræða. Eða svona, næstum því.

Ættfræðin er stór hluti af Star Wars, en nokkurra vonbrigða gætti varðandi ættlegg tveggja aðalpersóna myndarinnar. Hugsanlega eru þó ekki öll kurl komin til grafar. Þá kemur á óvart hvernig örlögum stórra aðalpersóna er háttað, ekki síst þegar haft er í huga hvað þriðja myndin í bálknum mun bjóða upp á þegar hún kemur út. Það góða við myndina er að hún kemur á óvart, er yfirfull af flottum bardögum og kafar dýpra í fræði Máttarins en áður hefur verið gert, jafnvel með erótískum hætti, sem minnir á daður á samfélagsmiðlum. Hún er fyndin, skemmtileg og heldur manni vel við efnið, sérstaklega í seinni hálfleik. Hún er yfirfull af myndmáli og vísbendingum sem fara eflaust framhjá mörgum í fyrstu atrennu, þar með talið ofanrituðum, sem gerir það að verkum, að maður „neyðist“ víst til að sjá hana aftur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Valentína Hrefnudóttir: „Það versta sem gat gerst var að ég myndi prufa þetta og hata þetta“

Valentína Hrefnudóttir: „Það versta sem gat gerst var að ég myndi prufa þetta og hata þetta“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fór í trekant með eiginkonunni og nágrannanum – Það rústaði hjónabandinu

Fór í trekant með eiginkonunni og nágrannanum – Það rústaði hjónabandinu