fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Enn er sótt að Andrew prins – „Þetta voru lengstu 10 mínútur lífs míns“

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 10. ágúst 2020 05:30

Andrew prins í viðtali við BBC um mál Epstein.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andrew Bretaprins hefur verið sakaður um að hafa nýtt þjónustu barnaníðingsins Jeffrey Epstein til að fá aðgang að ungum stúlkum, jafnvel barnungum, til að stunda kynlíf með. Prinsinn hefur neitað þessu en sífellt koma nýjar frásagnir og gögn fram sem þrengja netið um hann og draga úr trúverðugleika þess sem hann segir.

Virginia Giuffre er ein þeirra ungu stúlkna sem voru í klóm Epstein og hann seldi fólki aðgang að. Giuffre segir að Andrew hafi misnotað hana kynferðislega þrisvar sinnum en hann þvertekur fyrir það. Giuffre hefur skrifað langa greinargerð um það sem átti sér stað og nefnist hún: „The Billionaire‘s Playboy Club“ en í henni segir hún frá þeirri kynferðislegu misnotkun sem hún varð fyrir. New York Post skýrir frá þessu.

Vitnað er í þessa greinargerð í fjölda dómsskjala sem voru nýlega gerð opinber í New York en þau tengjast einkamáli sem Giuffre höfðaði gegn Ghislaine Maxwell, unnustu og samstarfskonu Epstein, fyrir nokkrum árum.

Virginia Roberts Giuffre

Í greinargerðinni segir Giuffre, sem nú er 36 ára, að þegar hún var 17 ára hafi Andrew misnotað hana kynferðislega og segir að hann hafi verið sérstaklega áhugasamur um fætur hennar.

„Hann lét vel að tánum og sleikti þær.“

Segir hún meðal annars og bætir við:

„Það var ekki erfitt að æsa hann svo mikið að hann vildi bara fá restina af líkama mínum. Við fórum inn í rúmið mitt og þetta voru lengstu 10 mínútur lífs míns.“

Segir hún í greinargerðinni og heldur áfram að lýsa því sem gerðist:

„Hann elskaði fætur mína og sleikti meira að segja á milli þeirra. En það var brestur í nánd okkar. Í hans augum var ég bara enn ein stúlkan og í mínum huga var hann bara enn eitt verkefnið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hvíthákarl varð manni að bana

Hvíthákarl varð manni að bana
Pressan
Í gær

Þótti dóttirin vera „of falleg til að geta verið dóttir hans“ – DNA-próf afhjúpaði ótrúlegan sannleikann

Þótti dóttirin vera „of falleg til að geta verið dóttir hans“ – DNA-próf afhjúpaði ótrúlegan sannleikann