Einstaklingur búsettur í Vestmannaeyjum er með staðfest smit af COVID-19 og er því kominn í einangrun. Þetta kemur fram í Facebook-færslu lögreglunnar í Vestmannaeyjum, en pósturinn kemur frá Aðgerðarstjórn Vestmannaeyja. Einstaklingurinn var í sóttkví við greiningu. 75 einstaklingar eru nú í sóttkví í Vestmannaeyjum.
Næstkomandi Mánudag, 10. ágúst mun Íslensk erfðagreining skima fyrir veirunni í Vestmannaeyjum. Það er gert til að kanna útbreiðslu veirunnar þar. Þeir sem hafa fengið boð um að far í skimunina eru hvattir til að skrá sig í hana. Þeir sem að skrá sig ekki missa sitt