Fyrir 92 árum lagði Jónas frá Hriflu, þáverandi dómsmálaráðherra, eftirfarandi frumvarp fram sem heimilaði ríkinu kaup á Litla-Hrauni, sem þá var óstarfhæfur spítali sem kvenfélagið hafði reist en ekki tekist að koma í rekstur. Frumvarp Jónasar er hér í heild sinni:
„Landsstjórninni skal heimilt að verja af ríkisfje alt að 100 þús. kr. til að kaupa land og láta reisa betrunarhús og letigarð, þar sem skilyrði þykja góð, til að fangar, og slæpingjar, sem ekki vilja vinna fyrir sjer eða sínum, geti stundað holla og gagnlega vinnu.“ Síðan þá hefur Litla-Hraun staðið sína vakt, sem fangelsi en ekki spítali.