Sautján ný smit COVID-19 sjúkdómsins greindust í gær samkvæmt nýbirtum tölum. Þrettán greindust hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítala en fjórir hjá íslenskri erfðagreiningu.
Alls eru nú 109 einstaklingar í einangrun og 914 dvelja í sóttkví.
Af þeim sem eru í einangrun eru aðeins fimm einstaklingar sem eru yfir sextugu. Flestir hinna greindu eru á aldrinum 18-29 ára.
Frá því að sjúkdómurinn kom til landsins hafa 1.952 verið greindir og yfir 77 þúsund sýni hafa verið tekin innanlands og yfir 75 þúsund við landamærin.