fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Eyjan

Erfitt að fá Ferðagjöfina greidda út

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 7. ágúst 2020 07:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur verið erfiðleikum háð fyrir fyrirtæki að fá andvirði Ferðagjafar ríkisins útgreitt. 47 prósent þeirra fyrirtækja sem áttu von á greiðslu um mánaðamótin fengu enga greiðslu því bankaupplýsingar vantaði.

668 áttu von á greiðslu frá Fjársýslu ríkisins um mánaðamótin en aðeins 335 fengu greiðslu, samtals 137 milljónir. 313 fengu ekkert. Fréttablaðið skýrir frá þessu. Í svari frá atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu segir að ástæðan fyrir þessu sé að stór hluti þátttakenda hafi ekki skráð inn bankaupplýsingar.

„Unnið er að því að fá bankaupplýsingar frá fyrirtækjum og einstaklingum og hafa nú borist upplýsingar frá 181 aðila sem mun fá greitt samtals 43.302.961 krónu í upphafi næstu viku.“

Er haft eftir Guðrúnu Gísladóttur, skrifstofustjóra fjárlaga, rekstrar og innri þjónustu hjá ráðuneytinu.

Björn Baldursson, eigandi Surf & Turf á Selfossi er meðal þeirra sem fékk ekki greitt um mánaðamótin.

„Ég hef tekið við um 150 Ferðagjöfum á mínum veitingastað enda bauð ég 2.000 krónur til viðbótar hverri gjöf. Þeir sem standa að þessu halda því fram að ég hafi ekki skilað inn bankaupplýsingum en það er einfaldlega lygi. Það segir sig sjálft að þegar svona stór hluti á að hafa gleymt að skrá inn upplýsingarnar þá er eitthvað í ólagi. Þetta er að mínu mati illa unnið.“

Er haft eftir Birni sem átti von á um hálfri milljón króna um mánaðamótin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Andri Snær kemur Carbfix til varnar – „Ég hef þessa skoðun, get skipt um skoðun“

Andri Snær kemur Carbfix til varnar – „Ég hef þessa skoðun, get skipt um skoðun“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð