fbpx
Þriðjudagur 22.apríl 2025
Fréttir

ÁTVR færir öryggismálin til Securitas

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 6. ágúst 2020 15:52

Myndin er aðsend og sýnir forsvarsmenn fyrirtækjanna við undirritun samningsins.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins, ÁTVR, hefur ákveðið að færa öryggismál sín frá Öryggismiðstöðinni til Securitas.

Hafa ÁTVR og Securitas gert með sér samning um að Securitas taki yfir öryggismál fyrirtækisins en samningurinn er til næstu fjögurra ára og nær yfir heildaröryggismál ÁTVR, það er vöktun, gæslu og öryggisráðgjöf, ásamt tæknilegri þjónustu við fyrirtækið í heild.

„Við erum mjög ánægð með að ÁTVR hafi valið okkur sem samstarfsaðila í öryggismálum fyrirtækisins. ÁTVR gerir kröfur um hámarksgæði og fagmennsku hjá sínum samstarfsaðilum sem er í takt við þá þjónustu sem við veitum okkar viðskiptavinum. Securitas veitir fjölbreytta ráðgjöf og þjónustu í öryggismálum sem var einn að lykilþáttum að ÁTVR valdi okkur sem samstarfsaðila,“ segir Fannar Örn Þorbjörnsson, framkvæmdastjóri Sölu- og þjónustusviðs hjá Securitas.

Rúmlega 500 manns starfa hjá ÁTVR en alls eru reknar 51 verslanir undir merkjum Vínbúðarinnar um allt land.

„Við hjá ÁTVR erum ánægð með að samningurinn við Securitas er í höfn en öryggismálin eru eðlilega mikilvægur hlekkur í daglegum rekstri okkar. Það er því nauðsynlegt að allt sé eins og best verður á kosið í þeim efnum og við trúum því að með samningnum höfum við tekið farsælt skref í öryggismálunum,“  segir Sveinn Vikingur Árnason, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs ÁTVR.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Íslendingar minnast Frans páfa – „Væn manneskja“

Íslendingar minnast Frans páfa – „Væn manneskja“
Fréttir
Í gær

Kennari á Akureyri segir grein Grafarvogsbúa um blauta drauma borgarstjórnar afhjúpandi – „Grafarvogsgremjan er þá eftir allt saman stéttahroki“

Kennari á Akureyri segir grein Grafarvogsbúa um blauta drauma borgarstjórnar afhjúpandi – „Grafarvogsgremjan er þá eftir allt saman stéttahroki“
Fréttir
Í gær

Segir fyrstu vikur Trump gefa ískyggilega þróun í ljós

Segir fyrstu vikur Trump gefa ískyggilega þróun í ljós
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Þetta er sjúkdómur sem leggst á fleiri en bara þann sem er haldinn fíkninni“

„Þetta er sjúkdómur sem leggst á fleiri en bara þann sem er haldinn fíkninni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jeppakall tætti upp Hólmsheiði – Vinkonum og hundum þeirra ógnað vegna framferðis mannsins

Jeppakall tætti upp Hólmsheiði – Vinkonum og hundum þeirra ógnað vegna framferðis mannsins
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hvernig er hægt að skapa ungmennum heilbrigt val?

Hvernig er hægt að skapa ungmennum heilbrigt val?
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

ÍR beið ósigur gegn Reykjavíkurborg

ÍR beið ósigur gegn Reykjavíkurborg