Kona er gegnir hlutastarfi á ritstjórn DV hefur greinst með COVID-19 smit. Konan sótti ritstjórnarfund með blaðamönnum DV á þriðjudagsmorguninn. Konan er með væg einkenni. Í varúðarskyni hefur öll ritstjórn DV verið send heim í sóttkví að undanteknum einum blaðamanni sem var í fríi umræddan dag.
Sóttvarnir á vinnusvæði Torgs, sem rekur DV, Fréttablaðið og Hringbraut, hafa verið hertar. Fylgt er fyrirmælum yfirvalda sóttvarna í hvívetna.
Þess skal getið að aðrir starfsmenn DV eða Torgs hafa ekki fundið til einkenna.
Blaðamenn sem voru sendir heim sinna störfum sínum að heiman og atvikið hefur ekki áhrif á fréttaflutning dv.is. Ennfremur kemur nýtt tölublað DV út á morgun.