fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Samherji hafnar ásökunum um arðrán

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 6. ágúst 2020 07:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á árunum 2012 til 2018 töpuðu dótturfélög Samherja í Namibíu tæplega einum milljarði króna. Þetta kemur fram í reikningsskilum sem Morgunblaðið hefur fengið aðgang að og fjallar um í dag.

Fram kemur að rekstrartekjur dótturfélaga Samherja í Namibíu hafi numið 41,1 milljarði króna og rekstrarkostnaðurinn verið 38,9 milljarðar. Þegar tillit hefur verið tekið til afskrifta, fjármagnsgjalda, tekjuskatts og fleira var afkoma félaganna neikvæð á tímabilinu.

Morgunblaðið hefur eftir Björgólfi Jóhannssyni, forstjóra Samherja, að tölurnar staðfesti að fullyrðingar, sem fram hafa komið um arðrán fyrirtækisins í Namibíu, eigi ekki við rök að styðjast. Umsvif félagsins hafi skilað miklum fjármunum inn í samfélagið.

„Uppgjörið sýnir að ekki er fótur fyrir þeim alvarlegu ásökunum. Ásökun um arðrán í Namibíu var mjög þungbær fyrir stjórnendur Samherja. Tölurnar sýna hins vegar að greiðslur til namibískra aðila á tímabilinu námu rúmlega 21 milljarði króna á gengi dagsins í dag.“

Er haft eftir Björgólfi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“
EyjanFastir pennar
Í gær

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Dagfari: Fækkum ráðherrum, stofnunum og aðstoðarmönnum – aðhaldið verður að koma ofan frá

Dagfari: Fækkum ráðherrum, stofnunum og aðstoðarmönnum – aðhaldið verður að koma ofan frá
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Segir Sjálfstæðisflokkinn slá ryki í augun á millistéttarfólki – Í raun standi til að lækka skatta á hina ríku

Segir Sjálfstæðisflokkinn slá ryki í augun á millistéttarfólki – Í raun standi til að lækka skatta á hina ríku
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Snorri vill leggja Fjölmiðlanefnd niður – „Það er bara gert grín að þessu, þetta er bara brandari“

Snorri vill leggja Fjölmiðlanefnd niður – „Það er bara gert grín að þessu, þetta er bara brandari“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þrumuræða Ingu Sæland vekur mikla athygli – „Ég fyrirlít stjórnvöld sem ætla ekki að taka á þessu“

Þrumuræða Ingu Sæland vekur mikla athygli – „Ég fyrirlít stjórnvöld sem ætla ekki að taka á þessu“