fbpx
Þriðjudagur 22.apríl 2025
Fréttir

Ungt fólk áberandi meðal COVID-smitaðra – „Er í alvörunni nauðsynlegt að djamma??“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Miðvikudaginn 5. ágúst 2020 19:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alma Möller, landlæknir, hefur undanfarna daga vakið athygli á hversu mikið af ungu fólki er nú að greinast með COVID-19 sjúkdóminn, en meira en helmingur virkra smita í landinu er hjá einstaklingum sem eru yngri en 40 ára, og 40 prósent smitaðra eru yngri en þrítugt.

Þetta er nokkuð sem hefur borið á víðar í heiminum og er talað um að unga fólkið beri uppi nýju bylgju COVID-19.

Talið er að unga fólkið sé komið með nóg af innilokun í einangrun og sóttkví og hafi því stuðlað að nýrri bylgju kórónuveirunnar með því að hlaupa eins og kálfar að vori út í sumarið.

„Unga fólkið þarf að gera sér grein fyrir að það ber ábyrgð,“ hefur Reuters fréttaveitan eftir Mike Ryan, yfirmanni hjá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni WHO. „Veltið fyrir ykkur þessari spurningu: Er í alvörunni nauðsynlegt að djamma?“

WHO hefur rakið aukinn fjölda COVID-19 til kæruleysis ungmenna sem hafi ekki staðið sig í stykkinu varðandi tveggja metra reglu og takmarkað návígi við aðra. Formaður WHO, Tedros Adhanom Ghebreyesus segir : „Unga fólkið er ekki ónæmt; unga fólkið er ekki ódauðlegt; og unga fólkið getur smitað aðra.“

Sérfræðingar telja að ungmenni séu ólíklegri en aðrir til að nota andlitsgrímur og virða fjarlægðarmörk. Þau eru einnig líklegri til að mæta til vinnu, á ströndina, á barinn eða í verslanir.

WHO hefur nú lagt aukan áherslu á að ná til ungmenna og brýna fyrir þeim samfélagslega ábyrgð og nauðsyn sóttvarna. Alma Möller hefur lýst yfir að á Íslandi þurfi að gera slíkt hið sama og finna leiðir til að ná betur til þessa hóps.

Frétt VOA 

Frétt Reuters

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Kennari á Akureyri segir grein Grafarvogsbúa um blauta drauma borgarstjórnar afhjúpandi – „Grafarvogsgremjan er þá eftir allt saman stéttahroki“

Kennari á Akureyri segir grein Grafarvogsbúa um blauta drauma borgarstjórnar afhjúpandi – „Grafarvogsgremjan er þá eftir allt saman stéttahroki“
Fréttir
Í gær

Segir fyrstu vikur Trump gefa ískyggilega þróun í ljós

Segir fyrstu vikur Trump gefa ískyggilega þróun í ljós
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakaður um ruddalegt athæfi, kynferðislega áreitni og barnaverndarlagabrot

Sakaður um ruddalegt athæfi, kynferðislega áreitni og barnaverndarlagabrot
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Um 100 manna hópur strandaglópar í Barcelona eftir að flugvél frá Play var snúið við vegna bilunar

Um 100 manna hópur strandaglópar í Barcelona eftir að flugvél frá Play var snúið við vegna bilunar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hvernig er hægt að skapa ungmennum heilbrigt val?

Hvernig er hægt að skapa ungmennum heilbrigt val?