fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Enn versnar staðan hjá Andrew prins – „Ég sá hann dansa við unga stúlku alla nóttina“

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 5. ágúst 2020 06:48

Viðtal Andrew við BBC síðasta vetur var ekki talið sannfærandi. Þar ræddi hann ásakanir á hendur honum um kynferðisofbeldi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andrew Bretaprins segist hafa verið á pizzastað þann 10. mars 2001 en það var hann ekki ef marka má sjónarvott sem ræddi nýlega við breska dagblaðið The Sun. Sjónarvotturinn, sem er kona, segist hafa séð prinsinn á næturklúbbi þar sem hann hafi dansað við Virginia Giuffre sem var „kynlífsþræll“ barnaníðingsins Jeffrey Epstein. Það er vináttan við Epstein og ásakanir um að prinsinn hafi notfært sér þjónustu Epstein til að fá ungar stúlkur, jafnvel barnungar, til sín og að hann hafi stundað kynlíf með sumum þeirra sem hafa valdið prinsum miklum vandræðum undanfarna mánuði.

Virginia Giuffre, sem er nú 36 ára, hefur við yfirheyrslur og í sjónvarpsviðtölum margoft skýrt frá því að umrætt kvöld hafi hún dansað við Andrew á næturklúbbnum Tramp í Lundúnum. Þegar þau yfirgáfu staðinn var hún, að eigin sögn, neydd til að stunda kynlíf með prinsinum.

Í viðtali við BBC í nóvember sagði Andrew að hann hafi verið á pizzastað þetta kvöld með dóttur sinni og lagði áherslu á að hann þekki Giuffre ekki og hefði í raun aldrei hitt hana. En frásögn sjónarvottsins, sem heitir Shukri Walker, gengur þvert á framburð Andrew um þetta.

Walker sagði The Sun að hún muni vel eftir að hafa séð prinsinn í næturklúbbnum þar sem hann var í för með Epstein, Virginia Giuffre og Ghislaine Maxwell sem var unnusta Epstein og samverkamaður hans í barnaníðsmálum að því að talið er. Ástæðan fyrir að hún man þetta svo vel er að hún steig á tær prinsins á dansgólfinu og þegar hún sneri sér við til að biðjast afsökunar stóð hún augliti til augliti við hann.

„Hann brosti. Hann sagði: „Þetta er allt í lagi.““

Sagði hún í samtali við The Sun.

Frásögn hennar gengur þvert á það sem prinsinn hefur sagt og beinir kastljósinu enn frekar að honum. Hún sagði að hún hafi ákveðið að skýra frá þessu eftir að hún sá fyrrgreint viðtal BBC við Andrew. Hún hafði því samband við bandaríska lögmanninn Lisa Bloom, sem sér um mál margra fórnarlamba Epstein, og upplýsingum hennar hefur einnig verið komið til bandarísku alríkislögreglunnar FBI.

„Hann virtist skemmta sér vel. Hann var með þessari ungu konu sem var á mínum aldri, kannski aðeins yngri.“

Sagði Walker sem sagðist muna vel eftir Giuffre sem hafi verið „skrýtin á svip“.

„Ég man eftir þessari litlu stúlku sem var kannski aðeins of drukkin eða var skrýtin á svipinn. Hún brosti ekki. Það var algjör andstæða við það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hvíthákarl varð manni að bana

Hvíthákarl varð manni að bana
Pressan
Í gær

Þótti dóttirin vera „of falleg til að geta verið dóttir hans“ – DNA-próf afhjúpaði ótrúlegan sannleikann

Þótti dóttirin vera „of falleg til að geta verið dóttir hans“ – DNA-próf afhjúpaði ótrúlegan sannleikann