Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, birti skemmtilega mynd á Facebook í dag. Ekki fer sögum af því hvaða framkvæmdum Sigmundur stendur í en á myndinni má sjá hann sveifla vígalegri sleggju af miklum móð. Hvort það séu aðfarirnar sem búa til regnbogann sem á myndinni sést eða hvort að um sjónaræna brellu sé að ræða ætlar Eyjan ekki að fullyrða um.
„Það virðist vera að ef maður sveiflar sleggju nógu hratt myndist regnbogi.“
Myndin hefur vakið nokkra lukku og spyrja sumir í athugasemdum hvort að það sé Sigmundur sem beri ábyrgð á holum á vegum landsins á meðan aðrir valta vöngum yfir því hvort Sigmundur sé þarna að brúka goðsagnakennda hamarinn Mjölni.