Amanda fór fyrst til Danmerkur í fyrra en þar spilaði hún með sterku U-18 liði Fortuna Hjørring. Hún segir í viðtali við FC Nordsjælland að hún sé bæði stolt og ánægð með félagsskiptin. „Núna hef ég verið hér í smá stund og mér finnst allir í liðinu og öllu félaginu hafa tekið mjög vel á móti mér. Mér líður vel og ég hlakka til að byrja tímabilið,“ sagði Amanda.
Christian Taylor, yfirmaður kvennaknattspyrnunnar hjá FC Nordsjælland hrósaði Amöndu mikið í tilkynningu félagsins. „Hún er enn ung og á langan og bjartan feril framundan. Hún er ótrúlega góð með boltann og við teljum að hún geti lagt liðinu lið með sóknarkunnáttu sinni á vellinum. Svo er hún síðast en ekki síst mjög metnaðarfull ung manneskja með stóra drauma og hún er tilbúin að leggja hart að sér til þess að ná þeim,“ sagði Taylor.
Amanda er uppalinn Valsari og hefur undanfarna mánuði æft með meistaraflokki kvenna ásamt því að spila með 2. og 3. flokki félagsins. Amandra er dóttir Andra Sigþórssonar, hann átti farsælan feril en meiðsli settu strik í reikning. Þá er Amanda, frænka Kolbeins Sigþórssonar, sem er einn besti landsliðsmaður í sögu Íslands.