fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Pressan

Trump – „Engum líkar við mig“

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 4. ágúst 2020 21:00

Donald Trump

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er hugsanlegt að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hafi litið aðeins inn á við nýlega eftir að skoðanakannanir fóru að sýna að mjög margir samlandar hans eru mjög ósáttir við hvernig hann og ríkisstjórn hans hafa tekið á heimsfaraldri kórónuveirunnar. Trump er þó ekki þeirrar skoðunar að hann hafi gert neitt rangt því að hans mati er það álit almennings á honum sem eitthvað er bogið við.

„Engum líkar við mig.“

Sagði Trump nýlega á fréttamannafundi að sögn CNN. Á þessum sama fundi furðaði hann sig á af hverju heilbrigðissérfræðingar stjórnar hans eru nánast hylltir fyrir viðbrögðin við heimsfaraldrinum á meðan hann er sjálfur sakaður um að hunsa faraldurinn og afneita því að hann sé að eiga sér stað.

„Það getur bara verið persónuleiki minn. Það er eini möguleikinn.“

Sagði Trump.

Ástandið vegna kórónuveirunnar versnar dag frá degi í Bandaríkjunum en rúmlega 150.000 manns hafa látist af hennar völdum til þessa. Dánartíðnin er ein sú hæsta í heiminum en Trump hefur samt sem áður haldið því fram að hún sé meðal þeirra lægstu í heiminum.

Hann hefur einnig endurtíst mörgum færslum á Twitter þar sem rangar upplýsingar um veiruna koma fram. Meðal annars færslur þar sem því er haldið fram að malaríulyfið hydroxychloroquine geti læknað fólk af COVID-19.

Skoðanakannanir sýna einnig að Bandaríkjamenn eru ósáttir við viðbrögð Trump og ríkisstjórnar hans. í könnun sem The New York Times gerði í júní sögðust 76% aðspurðra stóla á Anthony Fauci, aðalráðgjafa stjórnvalda í heilbrigðismálum, og þau gögn sem hann leggur fram. Á móti sögðust aðeins 26% treysta Donald Trump.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Gekk í gegnum furðulega breytingu eftir að hún varð fyrir eldingu

Gekk í gegnum furðulega breytingu eftir að hún varð fyrir eldingu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dóttir Elon Musk urðar yfir föður sinn og segir Teslu ekkert annað en svikamyllu – „Óöruggur lítill fábjáni“

Dóttir Elon Musk urðar yfir föður sinn og segir Teslu ekkert annað en svikamyllu – „Óöruggur lítill fábjáni“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gæsun breyttist í martröð fyrir 27 ára tilvonandi brúði

Gæsun breyttist í martröð fyrir 27 ára tilvonandi brúði
Pressan
Fyrir 3 dögum

Yfirmaður bólusetninga í Bandaríkjunum hættir störfum

Yfirmaður bólusetninga í Bandaríkjunum hættir störfum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Er þetta ástæðan fyrir því að Trump girnist Grænland?

Er þetta ástæðan fyrir því að Trump girnist Grænland?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hér bjó fólk í 2.000 ár – Dag einn hvarf það á braut

Hér bjó fólk í 2.000 ár – Dag einn hvarf það á braut