fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Leiðtogi sértrúarsafnaðar handtekinn – Sakaður um að hafa leynt upplýsingum varðandi kórónuveiruna

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 4. ágúst 2020 18:00

Lee Man-hee. Mynd: EPA-EFE/YONHAP SOUTH KOREA OUT

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í Suður-Kóreu handtók nýlega Lee Man-hee. Þessi 89 ára maður er leiðtogi Shincheonji safnaðarins í Daegu en um kristinn sértrúarsöfnuð er að ræða. Söfnuðurinn tengist rúmlega 5.200 smitum kórónuveirunnar, sem veldur COVID-19, eða um 36% allra smita í Suður-Kóreu.

Lee Man-hee er grunaður um að hafa haldið mikilvægum upplýsingum varðandi smitrakningar frá yfirvöldum auk fjölda annarra lögbrota. Saksóknari segir að Lee Man-hee hafi starfað með öðrum leiðtogum sértrúarsafnaða um að halda upplýsingum frá yfirvöldum þegar faraldurinn var í hámarki hjá 200.000 meðlimum safnaðar hans.

Hann er sagður hafa leynt upplýsingum um meðlimi og þá staði þar sem þeir hittast þegar yfirvöld voru að reyna að rekja smit. Yonhap skýrir frá þessu.

Lee Man-hee hefur sjálfur sagt kórónuveiruna vera „verk djöfulsins“ og hafi verið sett af stað til að stöðva vöxt safnaðar hans.

En ekki nóg með að hinn andlegi leiðtogi sé grunaður um að hafa leynt mikilvægum upplýsingum því hann er einnig grunaður um að hafa dregið sér fé úr sjóðum safnaðarins og það enga smáaura því talið er að fjárdrátturinn nemi sem svarar til um 650 milljóna íslenskra króna. Hann er sagður hafa notað peningana til að byggja sér griðastað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hvíthákarl varð manni að bana

Hvíthákarl varð manni að bana
Pressan
Í gær

Þótti dóttirin vera „of falleg til að geta verið dóttir hans“ – DNA-próf afhjúpaði ótrúlegan sannleikann

Þótti dóttirin vera „of falleg til að geta verið dóttir hans“ – DNA-próf afhjúpaði ótrúlegan sannleikann