fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Játaði 50 morð – Líkunum hent fyrir krókódíla

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 4. ágúst 2020 05:40

Devender Sharma eftir handtökuna. Mynd:Twitter @DcpNarcotics

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Indverskur raðmorðingi hefur játað að hafa myrt rúmlega 50 leigubílstjóra og að líkum þeirra hafi verið hent fyrir krókódíla. 2004 var Devender Sharma dæmdur í lífstíðarfangelsi í Jaipur fyrir að hafa myrt sjö leigubílstjóra á árunum 2002 til 2004. Hann fékk 20 daga leyfi úr fangelsinu í janúar á þessu ári en sneri ekki aftur og byrjaði lögreglan því að leita að honum.

CNN skýrir frá þessu. Á miðvikudaginn handtók lögreglan þennan 62 ára raðmorðingja í höfuðborginni Nýju-Delí. Þar hafði hann búið með ekkju einni og síðan kvænst henni á þeim sex mánuðum sem hann gekk laus.

Við yfirheyrslu játaði Sharma að hafa rofið skilyrðin fyrir leyfinu úr fangelsinu og hefði ekki í hyggju að snúa aftur í það. En hann virtist þurfa að létta á hjarta sínu því hann byrjaði síðan að segja frá glæpum fortíðarinnar.

Sharma útskrifaðist sem læknir og rak læknastofu í Rajasthan í 11 ár, frá 1984. Hann tapaði miklum fjármunum í svikastarfsemi og dróst eftir það inn í sölu á ólöglegum gashylkjum. Því næst var hann viðriðinn ólöglegar nýrnaígræðslur og var hann handtekinn 2004 vegna þess. Lögreglan sagði hann hafa komið að 125 slíkum ígræðslum og hefði  haft stórfé upp úr hverri og einni.

Sharma játaði fyrir lögreglunni að hann og samverkamenn hans hefðu látið að sér kveða í Uttar Pradesh. Þar hefðu þeir tekið leigubíla og látið bílstjórana aka með sig á afvikna staði þar sem þeir myrtu þá. Líkunum var síðan hent í vötn full af krókódílum. Þetta gerðu þeir til að líkin myndu ekki finnast.

Eftir að hafa losað sig við líkin seldi Sharma leigubílana, annaðhvort í heilu lagi eða í hlutum, og fékk sem svarar til um 40.000 íslenskra króna fyrir hvern.

Hann játaði aðild að morðum á rúmlega 50 leigubílstjórum en var aðeins sakfelldur fyrir sjö þeirra að sögn lögreglunnar.

Samkvæmt fréttum indverskra fjölmiðla frá 2008 þá var Sharma á sínum tíma handtekinn þegar hann var að reyna að myrða leigubílstjóra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Getur hjátrúin sagt til um gestakomur?

Getur hjátrúin sagt til um gestakomur?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kínverskur njósnari fékk leyfi til að gefa út blaðamannaskírteini í Svíþjóð

Kínverskur njósnari fékk leyfi til að gefa út blaðamannaskírteini í Svíþjóð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Maðurinn á bak við umdeilda aðferð til að finna ódýrt flug sér ekki eftir neinu

Maðurinn á bak við umdeilda aðferð til að finna ódýrt flug sér ekki eftir neinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Forsetafrúin blótaði Elon Musk – „Ég er ekki hrædd við þig, fokkaðu þér Elon Musk”

Forsetafrúin blótaði Elon Musk – „Ég er ekki hrædd við þig, fokkaðu þér Elon Musk”
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rússar hoppandi illir: „Stórt skref í átt að þriðju heimsstyrjöldinni“

Rússar hoppandi illir: „Stórt skref í átt að þriðju heimsstyrjöldinni“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti