fbpx
Þriðjudagur 22.apríl 2025
Fréttir

Íslendings saknað í Brussel – Ekki hefur spurst til Konráðs síðan á fimmtudagsmorgun – UPPFÆRT

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 1. ágúst 2020 11:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslensks manns, Konráðs Hrafnkelssonar, sem búsettur er í Belgíu, er saknað. Síðast sást til hans á McDonalds-stað í miðborg Brussel á fimmtudagsmorgun kl. 9. Hann fór burt frá heimili sínu sama dag kl. 8:10. Konráð er fæddur árið 1992.

Unnusta Konráðs, Kristjana Diljá Þórarinsdóttir, lýsir eftir Konráð í opinni færslu á Facebook. Þar kemu fram að hann er 1,78 m á hæð, var klæddur í bláar gallabuxur og hvíta Nike-skó. Hann var með bakpoka og húfu á höfði (hvorttveggja dökkt) og svört Marshall heyrnartól. Meðferðis hafði hann blátt reiðhjól.

Kristjana veitti DV leyfi til birtingar á færslunni og myndefni. Hún segir að ekkert nýtt sé  að frétta af málinu umfram það sem kemur fram í færslunni. Er DV hafði samband við Svein Guðmarsson, upplýsingafulltrúa Utanríkisráðuneytisins í morgun, var honum ekki kunnugt um að atvikið hefði verið tilkynnt til borgaraþjónustu ráðuneytisins.

Í samtali við DV segir Kristjana að tilkynningar til lögreglu og ráðuneytisins séu í vinnslu.

UPPFÆRT KL. 12:50

Sveinn Guðmarsson, upplýsingafulltrúi Utanríkisráðuneytisins, hafði samband við DV með upplýsingar um að aðstandendur Konráðs væru komnir í samband við borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins. Mun hún aðstoða þá varðandi samskipti við yfirvöld í Belgíu, þar á meðal lögreglu.

UPPFÆRT KL. 18:10

Lögreglan á Norðurlandi eystra lýsir nú eftir Konráði í en í tilkynningu hennar segir:

Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra lýsir eftir Konráði Hrafnkelssyni. Konráð yfirgaf heimili sitt í Belgíu að morgni 30.07.sl. um kl: 08:10. Um kl: 09:00 þann sama morgun sást til Konráðs á McDonalds í miðbæ Brussel. Þegar Konráð yfirgaf heimili sitt var hann klæddur í bláar gallabuxur, gráan bol og hvíta Nike íþróttaskó, dökka derhúfu, svört Marshall heyrnatól og með dökkan bakpoka. Konráð var á bláu reiðhjóli. Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra óskar eftir upplýsingum frá öllum þeim sem mögulega vita eitthvað um ferðir Konráðs eða hvar hann er að finna.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Samúðarkveðja Höllu forseta vegna fráfalls páfa veldur undrun – „Úff“

Samúðarkveðja Höllu forseta vegna fráfalls páfa veldur undrun – „Úff“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

„Við erum verkfæri sem Guð notar“

„Við erum verkfæri sem Guð notar“
Fréttir
Í gær

Frans páfi farinn á vit feðra sinna

Frans páfi farinn á vit feðra sinna
Fréttir
Í gær

Kennari á Akureyri segir grein Grafarvogsbúa um blauta drauma borgarstjórnar afhjúpandi – „Grafarvogsgremjan er þá eftir allt saman stéttahroki“

Kennari á Akureyri segir grein Grafarvogsbúa um blauta drauma borgarstjórnar afhjúpandi – „Grafarvogsgremjan er þá eftir allt saman stéttahroki“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“