fbpx
Þriðjudagur 22.apríl 2025
Fréttir

COVID-sýktur maður handtekinn

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 1. ágúst 2020 08:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögregla var send að heimili á höfuðborgarsvæðinu í gær þar sem maður átti að vera í einangrun vegna COVID-19. Maðurinn var drukkinn og virti ekki mörk einangrunar. Voru aðrir íbúar orðnir úrræðalausir og höfðu því samband við lögreglu. Maðurinn var vistaður í fangageymslu lögreglu þar til víman rennur af honum.

Þetta kemur dag í Dagbók Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þar segir einnig frá því að lögreglunni barst tilkynning um mann í annarlegu ástandi með hníf á heimili sínu. Er lögregla kom á vettvang kom í ljós að maðurinn á við andleg veikindi að stríða. Var honum fengin viðeigandi aðstoð.

Lögreglu barst tilkynning frá manni sem hefur hús til umráða í miðborginni. Sá kom að tveimur sem voru búnir að gera sig heimkomna í íbúðinni og verða þeir kærðir fyrir húsbrot.

Sambærilegt mál kom inn á borð til lögreglu skömmu síðar en þar kom eigandi í bát sinn sem er við Reykjavíkurhöfn, þar voru tveir búnir að koma sér fyrir í bátnum. Þeir verða einnig kærðir fyrir húsbrot.

Lögreglu og sjúkraliði barst tilkynning um reiðhjólaslys í Hafnarfirði í gærkvöldi. Þar datt maður harkalega á reiðhjóli og þurfti að flytja hann á slysadeild til aðhlynningar.

Alls sinnti lögreglan 79 málum frá kl. 17 í gær til 5 í morgun. Fjórir gista fangageymslur. Margar kvartanir voru vegna hávaða í heimahúsum og nokkrar vegna flugeldasprenginga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Forseti Íslands setur Stóra plokkdaginn á sunnudaginn

Forseti Íslands setur Stóra plokkdaginn á sunnudaginn
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Þarf alltaf að vera vín?

Þarf alltaf að vera vín?
Fréttir
Í gær

Fær ekki að reisa litla virkjun á eigin jörð – Starfsmenn Skipulagsstofnunar og annars sveitarfélags sögðu ekki hafa verið rétt staðið að synjuninni

Fær ekki að reisa litla virkjun á eigin jörð – Starfsmenn Skipulagsstofnunar og annars sveitarfélags sögðu ekki hafa verið rétt staðið að synjuninni
Fréttir
Í gær

Íslendingar minnast Frans páfa – „Væn manneskja“

Íslendingar minnast Frans páfa – „Væn manneskja“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tólf skotnir til bana á hanabardaga

Tólf skotnir til bana á hanabardaga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta er sagður tilgangur Pútín með páskavopnahléinu sem virðist þó ekki halda

Þetta er sagður tilgangur Pútín með páskavopnahléinu sem virðist þó ekki halda
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Brotist inn í verslun og sjóðsvél stolið

Brotist inn í verslun og sjóðsvél stolið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Dularfullt mál: Leita að þremur manneskjum eftir að bátur fannst mannlaus

Dularfullt mál: Leita að þremur manneskjum eftir að bátur fannst mannlaus