fbpx
Þriðjudagur 22.apríl 2025
Fréttir

Á þessum stöðum nær Olga Björt að iðka sína núvitund

Erla Hlynsdóttir
Laugardaginn 1. ágúst 2020 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Olga Björt Þórðardóttir er ritstjóri og útgefandi bæjarblaðsins Hafnfirðings. Hún velur uppáhaldsnúvitundarstaði sína, vegna þess að núvitund hefur bjargað geðheilsu hennar undir álagi og í kjölfar áfalla.

1. Álftanesfjara

Mynd/Olga Björt

Það eru einhverjir töfrar við að horfa á öldurótið og fallegt sólarlag, hvort sem það er flóð eða fjara og sama hvaða árstíð er.

2. Hvaleyrarvatn

Mynd/Olga Björt

Þessi náttúruperla í Hafnarfirði hefur allt sem þarf til að ná góðri upplifun; gönguleiðir umhverfis vatnið og í skóginum, vaða berfætt, synda eða sigla, eða bara grilla og njóta með fjölskyldu og vinum.

3. Helgafell

Mynd/Olga Björt

Eftir að hafa reynt aðeins á sig á leið upp á Helgafell er einstök tilfinning að finna sér stað fyrir einveru í friði á toppnum (þar er nóg pláss!), setjast niður í endorfínvímu og þakka fyrir heilsuna, lífið og fólkið sitt.

4. Hellisgerði

Drónamynd/Olga Björt

Ótrúlega fallegur og kyrrlátur staður með álfahólum og Álfabúð í gömlu húsi. Þarna finnst mér notalegast að finna einhvern stað til að setjast í grasið og rýna í náttúrufegurðina, blómin og trén í kringum mig – gjarnan með myndavélina með mér.

Umfjöllunin birtist fyrst í prentuðu helgarblaði DV sem kom út 24. júlí.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Atburðarásin gæti orðið hröð ef eldgos verður

Atburðarásin gæti orðið hröð ef eldgos verður
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Trump hótar að loka stórum bandarískum sjónvarpsstöðvum – Þessi maður getur hjálpað honum við það

Trump hótar að loka stórum bandarískum sjónvarpsstöðvum – Þessi maður getur hjálpað honum við það
Fréttir
Í gær

Börkur ósáttur við valkyrjurnar – „Til hamingju, hálfvitar“

Börkur ósáttur við valkyrjurnar – „Til hamingju, hálfvitar“
Fréttir
Í gær

Samúðarkveðja Höllu forseta vegna fráfalls páfa veldur undrun – „Úff“

Samúðarkveðja Höllu forseta vegna fráfalls páfa veldur undrun – „Úff“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kennari á Akureyri segir grein Grafarvogsbúa um blauta drauma borgarstjórnar afhjúpandi – „Grafarvogsgremjan er þá eftir allt saman stéttahroki“

Kennari á Akureyri segir grein Grafarvogsbúa um blauta drauma borgarstjórnar afhjúpandi – „Grafarvogsgremjan er þá eftir allt saman stéttahroki“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir fyrstu vikur Trump gefa ískyggilega þróun í ljós

Segir fyrstu vikur Trump gefa ískyggilega þróun í ljós
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Þetta er sjúkdómur sem leggst á fleiri en bara þann sem er haldinn fíkninni“

„Þetta er sjúkdómur sem leggst á fleiri en bara þann sem er haldinn fíkninni“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Jeppakall tætti upp Hólmsheiði – Vinkonum og hundum þeirra ógnað vegna framferðis mannsins

Jeppakall tætti upp Hólmsheiði – Vinkonum og hundum þeirra ógnað vegna framferðis mannsins