,,Veiðin gekk vel í Hafralónsá og þetta varfengsælasta hollið í sumar, það endaði í 31 laxi,“ sagði Axel Óskarsson sem var að koma úr Hafralónsá með konunni sinni sem veiddi maríulaxinn sinn. En áin hefur gefið 130 laxa það sem af er sumri sem verður að teljast gott.
,,Fiskurinn er kominn upp á fjall en megnið af fiskinum sem hefur veiðst er eins árs lax. Allar aðstæður eru mjög góðar í ánni.
Nóg er af vatni og það stefnir í góðan ágúst ef laxinn heldur áfram að skríða inn í ána. Kona mín veiddi maríulaxinn sinn í ferðinni, í veiðistað númer 15. Þetta hlýtur bara vel út þarna fyrir austan,“ sagði Axel ennfremur.
Mynd. Katrín Ósk með maríulaxinn úr Hafralónsá. Mynd Axel.