fbpx
Laugardagur 05.apríl 2025
Pressan

Tölvupóstar koma Zuckerberg í vanda – Sýna tilganginn með kaupunum á Instagram

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 1. ágúst 2020 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tilgangurinn með kaupum Facebook, með stofnandann og forstjórann Mark Zuckerberg í fararbroddi, var kannski ekki mjög fagur. Zuckerberg kom fyrir þingnefnd í Washington í vikunni til að svarar spurningum um samfélagsmiðla. Fyrir þingnefndinni lágu margir tölvupóstar sem tengdust kaupum Facebook á Instagram.

„Instagram getur valdið okkur miklum skaða án þess að miðillinn verði sjálfur stór.“

Skrifaði Zuckerberg í einum póstanna að sögn The Verge. Þetta var nokkrum dögum áður en ákveðið var að bjóða í Instagram. The Verge segir að tölvupóstarnir, sem voru sendir innanhúss hjá Facebook, sýni að Zuckerberg taldi Instagram vera ógn við Facebook. Margir af tölvupóstunum fóru á milli Zuckerberg og David Ebersman sem er fjármálastjóri Facebook.

The Verge segir að í samskiptum þeirra hafi þeir rætt af hverju eigi að kaupa keppinauta á borð við Instagram. Ebersman telur þar upp nokkrar ástæður, til dæmis að gera keppinaut óvirkan, að kaupa hæfileikafólk og til að sameina keppinautana Facebook til að bæta samfélagsmiðilinn. Zuckerberg svaraði að kaupin á Instagram væru til að gera keppinaut óvirkan og til að bæta Facebook.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Gekk í gegnum furðulega breytingu eftir að hún varð fyrir eldingu

Gekk í gegnum furðulega breytingu eftir að hún varð fyrir eldingu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dóttir Elon Musk urðar yfir föður sinn og segir Teslu ekkert annað en svikamyllu – „Óöruggur lítill fábjáni“

Dóttir Elon Musk urðar yfir föður sinn og segir Teslu ekkert annað en svikamyllu – „Óöruggur lítill fábjáni“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gæsun breyttist í martröð fyrir 27 ára tilvonandi brúði

Gæsun breyttist í martröð fyrir 27 ára tilvonandi brúði
Pressan
Fyrir 3 dögum

Yfirmaður bólusetninga í Bandaríkjunum hættir störfum

Yfirmaður bólusetninga í Bandaríkjunum hættir störfum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Er þetta ástæðan fyrir því að Trump girnist Grænland?

Er þetta ástæðan fyrir því að Trump girnist Grænland?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hér bjó fólk í 2.000 ár – Dag einn hvarf það á braut

Hér bjó fólk í 2.000 ár – Dag einn hvarf það á braut