„Instagram getur valdið okkur miklum skaða án þess að miðillinn verði sjálfur stór.“
Skrifaði Zuckerberg í einum póstanna að sögn The Verge. Þetta var nokkrum dögum áður en ákveðið var að bjóða í Instagram. The Verge segir að tölvupóstarnir, sem voru sendir innanhúss hjá Facebook, sýni að Zuckerberg taldi Instagram vera ógn við Facebook. Margir af tölvupóstunum fóru á milli Zuckerberg og David Ebersman sem er fjármálastjóri Facebook.
The Verge segir að í samskiptum þeirra hafi þeir rætt af hverju eigi að kaupa keppinauta á borð við Instagram. Ebersman telur þar upp nokkrar ástæður, til dæmis að gera keppinaut óvirkan, að kaupa hæfileikafólk og til að sameina keppinautana Facebook til að bæta samfélagsmiðilinn. Zuckerberg svaraði að kaupin á Instagram væru til að gera keppinaut óvirkan og til að bæta Facebook.