Leslie von Houten var einn meðlima Manson-fjölskyldunnar og hefur setið í fangelsi síðustu 50 árin fyrir aðild að nokkrum þeirra morða sem fjölskyldan framdi. Hún hefur nú sótt um reynslulausn í 23. sinn. Hún hefur verið metin hæf til að fá reynslulausn og er það í fjórða sinn sem hún er metin hæf til þess.
En Debra Tate, systir Sharon, hefur alla tíð barist hatrammlega gegn því að von Houten og aðrir meðlimir Manson-fjölskyldunnar fái reynslulausn og nú er engin breyting á.
„Hættan sem fylgir því að sleppa þessu fólki úr fangelsi hverfur aldrei. Ég er hrædd, ekki aðeins um eigið líf og líf fjölskyldu minnar, sem gæti verið hugsanlegt skotmark þeirra, heldur fyrir hönd samfélagsins.“
Hefur CNN eftir Debra Tate.
Von Houten sótti fyrst um reynslulausn 1977 en hefur aldrei fengið hana samþykkta. Debra Tate hefur biðlað til Gavin Newson, ríkisstjóra í Kaliforníu, um að hann tryggi að beiðni von Houten verði hafnað.
Von Houten var ekki á staðnum þegar Sharon Tate og hin þrjú voru myrt en hún var sakfelld fyrir aðild að morðunum á hjónunum nóttina á eftir. Hún var aðeins 19 ára þegar þetta gerðist.