fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Fréttir

Endurmeta Spánarferðir daglega

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 29. júlí 2020 07:40

Frá Alicante.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ferðaskrifstofur endurmeta stöðuna á vinsælum ferðamannastöðum á Spáni daglega. Þetta á til dæmis við um Tenerife og Alicante. Kórónuveirusmitum hefur fjölgað mikið á Spáni að undanförnu og allt eins má búast við að frekari takmarkanir verði settar ef þróunin heldur svona áfram.

Morgunblaðið skýrir frá þessu. Fram kemur að talsverður fjöldi Íslendinga hafi haldið til fyrrgreinda staða að undanförnu.

„Við erum alltaf að endurskoða okkar framboð og reyna að miða það út frá eftirspurninni. Við höfum verið að fara með fullar vélar til Alicante og Tenerife, en við erum auðvitað alltaf að endurmeta stöðuna.“

Hefur blaðið eftir Þráni Vigfússyni framkvæmdastjóra ferðaskrifstofunnar Vita. Hann kvaðst ekki áhyggjufullur yfir ástandinu en sýna verði varkárni.

„Ástandið á Tenerife er mjög gott. Í síðustu viku voru tíu virk smit og þau voru öll í höfuðborginni sem er langt frá því svæði sem við erum að fljúga á. Ástandið á Alicante er síðan miklu betra en til dæmis í Katalóníu eða í Madríd þar sem fólk býr þéttar.“

Hefur Morgunblaðið eftir honum.

Ingibjörg Elsa Eysteinsdóttir, forstöðumaður hjá Úrvali-Útsýn sagði að viðbúið sé að endurskoða verði ferðir næstu vikna.

„Við erum að bíða eftir upplýsingum, en auðvitað þarf að endurmeta stöðuna ef hótel eða lönd fara að lokast aftur. Það er auðvitað svo að allar slæmar fréttir setja bakslag í sölu hjá okkur. Eins og staðan er núna er verið að fljúga á Alicante og Tenerife. Við fylgjumst síðan mjög vel með ástandinu enda viljum við vera ábyrg í því sem við gerum.“

Hefur Morgunblaðið eftir henni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?
Fréttir
Í gær

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt
Fréttir
Í gær

Reykjavíkurborg gafst upp á nágrannadeilum í Grafarholti

Reykjavíkurborg gafst upp á nágrannadeilum í Grafarholti