fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Reynir að koma í veg fyrir að nektarmyndir og kynlífsmyndbönd verði gerð opinber

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 29. júlí 2020 05:40

Ghislaine Maxwell. Mynd:Wikimedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ghislaine Maxwell og lögmenn hennar reyna nú af miklum krafti að koma í veg fyrir að nektarmyndir og kynlífsmyndbönd verði gerð opinber. Maxwell situr í gæsluvarðhaldi í New York en hún var unnusta og samstarfskona auðkýfingsins og barnaníðingsins Jeffrey Epstein sem fyrirfór sér í fangaklefa í New York fyrir um ári síðan. Hann var ákærður fyrir umfangsmikið barnaníð og sölu á ungum stúlkum í vændi.

Maxwell er ákærð fyrir að hafa útvegað Epstein barnungar stúlkur og að hafa sjálf tekið þátt í kynferðisofbeldi sem þær voru beittar.

Jeffrey Epstein.

Á mánudaginn báðu lögmenn Maxwell dómara um að leggja bann við opinberri birtingu „leynilegra upplýsinga um nektarmyndir, kynlífsmynda og kynlífsmyndbanda“. Lögmennirnir óttast að myndefnið kunni að vera notað í einkamálum sem hugsanlega verða höfðuð gegn Maxwell, þar á meðal af fórnarlömbum Epstein. Meðal þeirra er Virginia Roberts Giuffre sem segist hafa verið neydd til kynlífs með Andrew Bretaprins þegar hún var aðeins 17 ára. Andrew neitar þessu.

Þegar húsleit var gerð á heimili Epstein fann lögreglan mikið magn nektarmynda og myndbanda og nú reyna lögmenn Maxwell sem sagt að koma í veg fyrir að fjallað verði um þetta myndefni á nokkurn hátt og krefjast þess að enginn megi tjá sig um það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hvíthákarl varð manni að bana

Hvíthákarl varð manni að bana
Pressan
Í gær

Þótti dóttirin vera „of falleg til að geta verið dóttir hans“ – DNA-próf afhjúpaði ótrúlegan sannleikann

Þótti dóttirin vera „of falleg til að geta verið dóttir hans“ – DNA-próf afhjúpaði ótrúlegan sannleikann