fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Ótakmarkað innanlandsflug fyrir 70.000 krónur

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 29. júlí 2020 22:00

Vél frá China Southern Airline. Mynd:EPA/DANIEL IRUNGU

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mörg kínversk flugfélög hafa gripið til þess ráðs að hefja sölu á „flugpössum“ sem gera kaupendum kleift að fljúga eins mikið innanlands og þeir vilja. Stærsta flugfélag landsins, China Southern Airlines, hefur hafið sölu á passa sem þessum og kostar hann sem svarar til um 70.000 íslenskra króna. Handhafar geta flogið til allra áfangastaða félagsins innanlands en markmiðið er að reyna að bæta sætanýtinguna.

Tilboðið gildir frá 26. ágúst til 6. janúar. Áður höfðu nokkur önnur kínversk flugfélög farið þessa leið til að reyna að hleypa lífi í flugiðnaðinn. Töluverður munur er á milli flugfélaga á notkunarmöguleikum passana, sum setja ýmsar takmarkanir á notkun þeirra. Hjá sumum gilda þeir bara um helgar og hjá öðrum bara á ákveðnum leiðum.

En China Southern Airline setur engar hömlur á notkun passans og því geta ferðaglaðir viðskiptavinir félagsins flogið hvert á land sem er.

Vel er fylgst með þessum tilraunum Kínverja víða um heim og eru forsvarsmenn flugfélaga áhugasamir um að sjá hvort þetta virki og sé jafnvel eitthvað sem þeir geta einnig gert.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hvíthákarl varð manni að bana

Hvíthákarl varð manni að bana
Pressan
Í gær

Þótti dóttirin vera „of falleg til að geta verið dóttir hans“ – DNA-próf afhjúpaði ótrúlegan sannleikann

Þótti dóttirin vera „of falleg til að geta verið dóttir hans“ – DNA-próf afhjúpaði ótrúlegan sannleikann