fbpx
Fimmtudagur 17.apríl 2025

Munurinn á daðri og kynferðislegri áreitni

Gæti áfallastreita haft áhrif á hvernig greinarmunurinn er gerður?

Margrét Gústavsdóttir
Föstudaginn 1. desember 2017 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir mörgum árum kynntist ég skemmtilegum fréttaljósmyndara þar sem ég var á einhverju flandri í Parísarborg. Þetta var lítill og snaggaralegur náungi sem var nýkominn heim úr stríðinu milli Serbíu og Króatíu. Hafði unnið þar fyrir Reuters.

Við eyddum hálfum degi á bekk uppi á Monmartre. Deildum rauðvínsflösku og smjöttuðum á ólífum meðan hann sagði mér krassandi sögur úr stríðinu. Þetta var á þjóðhátíðardegi Frakka þann 14. júlí. sirka 1993.

Af mikilli innlifun lýsti ljósmyndarinn því fyrir mér hvernig þeir vinirnir úr bransanum voru blindfullir nánast allan tímann meðan þeir voru þarna. Hvernig byssukúlur skutust í gegnum bílinn. Hvernig bíllinn leit út eins og gatasigti eftir nokkra daga og hvernig agressíf blanda af áfengi og Bach í botni var eldsneytið sem kom þeim á milli bæja þar sem þeir keyrðu á 150 kílómetra hraða eftir ómalbikuðum vegum.

Hræðslan skein úr andlitinu. Hann hélt jú að þetta væri mikið öflugri sprengja.

Þar sem hann var staddur í miðri frásögn kom einhver krakkaskratti og kastaði kínverja (sprengju) í götuna fyrir framan okkur. Viðbrögð vinar míns voru ótrúleg. Hann spratt upp og stökk á bak við bekkinn. Hræðslan skein úr andlitinu. Hann hélt jú að þetta væri mikið öflugri sprengja.

Án þess að hafa hugmynd um það varð ég þarna vitni að því hvernig áfallastreituröskun, eða áfallastreita, getur lýst sér en svo kallast röskun sú er kemur í kjölfar þess að fólk upplifir að lífi þeirra eða velferð sé ógnað. Það upplifir mikla hræðslu, hrylling og/eða vanmátt og í kjölfarið verða breytingar á atferli, hugarfari og tilfinningalífi einstaklingsins.

Ég hugsa að ótal margar konur hafi upplifað kynferðislega áreitni og ofbeldi en aldrei unnið úr afleiðingunum sem slíkt áfall getur haft á sálarlífið. Jafnvel aldrei talað um skelfinguna við nokkurn mann. Þess í stað glíma þær við áfallið, fá martraðir, forðast aðstæður sem minna á viðburðinn…

– og túlka jafnvel meinlaust daður sem hættulega árás?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Landsnet hvetur starfsfólk til að tilkynna um lögbrot og ámælisverða háttsemi

Landsnet hvetur starfsfólk til að tilkynna um lögbrot og ámælisverða háttsemi
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Óþekkjanlegur á nýjum myndum sem vekja mikla athygli – ,,Gaman að hitta gamla vini“

Óþekkjanlegur á nýjum myndum sem vekja mikla athygli – ,,Gaman að hitta gamla vini“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Telja þetta vera spillingu í sinni tærustu mynd – Mjög umdeildur sjónvarpssamningur

Telja þetta vera spillingu í sinni tærustu mynd – Mjög umdeildur sjónvarpssamningur
Eyjan
Fyrir 11 klukkutímum

Hanna Katrín: Lélegir innviðir Þrándur í Götu ferðaþjónustunnar

Hanna Katrín: Lélegir innviðir Þrándur í Götu ferðaþjónustunnar
Fókus
Fyrir 13 klukkutímum

Hvað er skírdagur?

Hvað er skírdagur?
EyjanFastir pennar
Fyrir 14 klukkutímum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Raunheimar forstjóra og ráðherra

Þorsteinn Pálsson skrifar: Raunheimar forstjóra og ráðherra