fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Næstu dagar skipta sköpum

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 28. júlí 2020 08:00

Frá skimun á Keflavíkurflugvelli. Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og fram hefur komið í fréttum þá hefur smitum af völdum kórónuveirunnar fjölgað að undanförnu hér á landi og þegar þetta er skrifað eru 22 virk smit innanlands sem vitað er um. Að sögn Kamillu Sigríðar Jósefsdóttur, staðgengils sóttvarnalæknis, er ekki enn ástæða til að herða gildandi samkomutakmarkanir.

„Næstu dagar eru algerlega lykilatriði í að upplýsa okkur um hvernig við eigum að bregðast við í framhaldinu.“

Hefur Morgunblaðið eftir henni í umfjöllun um málið. Blaðið segist hafa heimildir fyrir að í skilaboðum frá sóttvarnalækni til heilbrigðisráðherra í gær sé mælt með að fyrirhuguðum tilslökunum þann 4. ágúst verði frestað.

„Ef við sjáum anga koma sem tengjast ekki hópsýkingunni núna faraldsfræðilega en eru með sömu veiru, þá bendir það til útbreiddara smits en við vonuðumst til. Sömuleiðis ef við sjáum smit hjá einstaklingum sem voru ekki taldir þurfa að fara í sóttkví, þá þurfum við að skoða það mjög alvarlega að mæla með harðari aðgerðum.“

Hefur Morgunblaðið eftir Kamillu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Stóra fíkniefnamálið: Skuldaði höfuðpaurnum tíu milljónir og fór í örlagaríka ferð með skemmtiferðaskipi

Stóra fíkniefnamálið: Skuldaði höfuðpaurnum tíu milljónir og fór í örlagaríka ferð með skemmtiferðaskipi
Fréttir
Í gær

Raðmorðingi játar á sig morð 42 kvenna á tveimur árum

Raðmorðingi játar á sig morð 42 kvenna á tveimur árum
Fréttir
Í gær

Vísaði frá máli gegn Donald Trump varðandi stuld á leynilegum skjölum – Skipaði sjálfur dómarann í embætti

Vísaði frá máli gegn Donald Trump varðandi stuld á leynilegum skjölum – Skipaði sjálfur dómarann í embætti
Fréttir
Í gær

Dómarinn rifjaði upp langan brotaferil Kourani – Hefur aldrei stundað vinnu á Íslandi

Dómarinn rifjaði upp langan brotaferil Kourani – Hefur aldrei stundað vinnu á Íslandi
Fréttir
Í gær

Auglýsingin fræga á Laugaveginum að hverfa – „Hræðilegt það er verið að byrja að mála yfir þetta“

Auglýsingin fræga á Laugaveginum að hverfa – „Hræðilegt það er verið að byrja að mála yfir þetta“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Það er siðferðislega óásættanlegt að þessu tjóni verði eingöngu velt yfir á íbúa í Vestmannaeyjum “

„Það er siðferðislega óásættanlegt að þessu tjóni verði eingöngu velt yfir á íbúa í Vestmannaeyjum “
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði