Hér fyrir neðan má sjá úrslit kvöldsins:
ÍBV 3-0 Þróttur
Stuttu fyrir hlé virtist sem að bæði lið færu markalaus inn í seinni hálfleikinn en Gary Martin kom í veg fyrir það með marki fyrir ÍBV á 43. mínútu. Þróttur, sem hefur einungis fengið 1 stig í sumar, náði ekki að jafna leikinn í seinni hálfleik. Gary Martin gat hins vegar skorað meira en á 86. mínútu kom hann ÍBV í 2-0. Hann var þó enn hungraður í að skora og fullkomnaði þrennuna einungis fjórum mínútum síðar. Lokaniðurstaðan því 3-0 fyrir ÍBV.
Afturelding 2-3 Leiknir R.
Þegar sex mínútur voru frá upphafsflauti náði Vuk Dimitrijevic að koma Leiknismönnum yfir. Sólon Leifsson kom Leikni síðan í tveggja marka forystu stuttu fyrir hlé. Stuttu eftir hlé var Sólon aftur á ferðinni og skoraði þriðja mark Leiknismanna. Afturelding gafst þó ekki alveg upp en Kári Hlífarsson minnkaði muninn fyrir Aftureldingu á 50. mínútu. Andri Jónasson náði síðan að minnka muninn enn meira í uppbótartíma. Það dugði þó ekki til og endaði leikurinn með sigri Leiknis sem skríður aftur á topp Lengjudeildarinnar.