fbpx
Fimmtudagur 19.desember 2024
Kynning

Jamie’s Italian á Hótel Borg: Pizzurnar vinsælastar

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 2. desember 2017 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pizzur eru farnar að leika stórt hlutverk í nýsköpun listakokksins heimsfræga, Jamies Oliver, en pizzur rötuðu fyrst á matseðla hans fyrir örfáum árum. Á Jamie’s Italian á Hótel Borg, sem var opnaður um mitt síðasta sumar, eru pizzur ásamt pasta vinsælustu réttirnir. Jón Haukur Baldvinsson, framkvæmdastjóri Jamie’s Italian á Íslandi, fræðir okkur örlítið um stutta en glæsta sögu pizzugerðar hjá Jamie Oliver:

„Jamie’s Italian-staðirnir hófu fyrst rekstur í Bretlandi árið 2009 en pizzur komust ekki á matseðilinn fyrr en nokkrum árum síðar, þess í stað einbeitti hann sér að pasta og öðrum hefðbundnum ítölskum réttum, til dæmis sinni útgáfu af steikum að ítölskum sið. Á Englandi eru aðeins þrír Jamie’s Italian-staðir með pizzur en markmiðið er að allir staðirnir verði með pizzur innan skamms enda vinsældirnar það miklar. Pizzurnar hafa hins vegar slegið svo rækilega í gegn að núna er orðin til ný Jamie Oliver keðja, Jamie’s Pizzeria.“

Að sögn Jóns Hauks var ekki borðleggjandi að pizzur yrðu á nýja staðnum á Hótel Borg en íslensku rekstraraðilarnir vissu hvað pizzur eru vinsælar á Íslandi og lögðu þunga áherslu á að þær yrðu á matseðlinum. Sem er eins gott því að sögn Jóns Hauks eru pizzur og pastaréttir vinsælustu réttirnir á Jamie’s Italian á Hótel Borg. Jón Haukur segir okkur dálítið frá þessum pizzum sem renna svo ljúflega niður í landann og erlenda ferðamenn:

„Þetta eru súrdeigspizzur og mikið af hráefninu sem við notum kemur beint frá Ítalíu, til dæmis hráskinkan, pylsur, ólífur og fleira. Þessu blandast íslenskt gæðahráefni, sérstaklega ostur, en hinn dýrlegi Búri er helsti osturinn sem notaður er á pizzurnar. Ein vinsælasta pizzan heitir „The Porkie“ en á henni er svínakjöt, svokallað pancetta, sem er ítölsk útgáfa af beikoni, pepperóní, Búra-ostur og oreganó ásamt fleira góðgæti. „The Funghi“ er síðan afar vinsæl villisveppapizza með sveppasósu, ristuðum villisveppum og Búra. Þá má nefna „Red Rocket“ sem er meðal annars með Búra-ostinum og ekta Prosciutto.“

Að sögn Jóns Hauks eru pizzurnar gífurlega vinsælar hjá öllum aldurshópum og á öllum tímum dags, jafnt hjá vinnandi fólki í hádegismat sem fjölskyldum að lyfta sér upp á kvöldin eða um helgar.

Sem fyrr segir var Jamie’s Italian á Hótel Borg opnaður síðasta sumar og að sögn Jóns Hauks er aðsóknin mjög góð. Erlendir ferðamenn eru vissulega áberandi en íslenskir matargestir eru samt í greinilegum meirihluta og hafa vinsældir staðarins meðal Íslendinga farið fram úr björtustu vonum.
Sjá nánar á vefsíðunni jamiesitalian.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
14.05.2024

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla
Kynning
09.05.2024

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
28.12.2023

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb
Kynning
06.11.2023

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“