Hluti af líki Wilma fannst í tösku á heimili parsins tveimur vikum eftir að hún hvarf eins og DV skýrði frá í maí. Í kjölfarið var unnustinn handtekinn. Líkamshlutinn var eitt sterkasta sönnunargagnið gegn honum. Jim Westerberg, saksóknari, sagði að dómsuppkvaðningu lokinni að þrátt fyrir að líkið hafi ekki fundist hafi ákæruvaldið haft góð sönnunargögn.
Sálfræðingar segja að morðinginn sé ekki andlega veikur en mikil sjálfselska einkenni persónuleika hans.
Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að maðurinn hefði beitt Wilma miklu ofbeldi sem hefði orðið henni að bana. Margir blóðblettir fundust í íbúðinni og á líkhlutanum sem fannst. Þetta tengir hinn dæmda við morðið. Margir nágrannar parsins komu fyrir dóm og sögðust hafa heyrt öskur og læti úr íbúð þeirra kvöldið sem Wilma hvarf.
Hinn dæmdi neitaði sök og hélt því fram að hann viti ekki hvað varð af Wilma.
Dómurinn lagði ekki trúnað á þetta og fann ekkert sem gæti mildað dóminn yfir manninum og því var hann dæmdur í lífstíðarfangelsi.