fbpx
Laugardagur 05.apríl 2025
Pressan

Hryllingshús til sölu – Þorir þú að kaupa það?

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 27. júlí 2020 05:40

Þetta er glæsilegt hús. Mynd:Jackson-Stops fasteignasalan.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjársterkir og hugrakkir aðilar gætu séð sér leik á borði og keypt risastórt hús, nánast höll, sem stendur nærri Liverpool á Englandi. Húsið kostar sem svarar til tæplega 600 milljóna íslenskra króna en í því eru meðal annars fjórar svítur, sundlaug, saunabað, líkamsræktarsalur, bíósalur, leikherbergi og risastór bílskúr. En hryllileg fortíð hússins fylgir einnig með í kaupunum.

Húsið hefur staðið autt síðan 2005 en þá myrti þáverandi eigandi þess, lögmaðurinn Christopher Lumsden, eiginkonu sína, Alison, á hrottalegan hátt með hnífi eftir að hún kom heim frá fundi með ástmanni sínum. Lumsden stakk hana 30 sinnum. Hann var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir morðið og þótt sumum sem hann hefði sloppið frekar vel frá málinu.

Á yfirborðinu var ekki annað að sjá en hjónin væru hamingjusöm, þau sóttu matarboð, voru félagar í tennisklúbbi og spiluðu bridds. En vantraust og framhjáhald höfðu mikil áhrif fá hjónabandið.

Christopher og Alison Lumsden.

Dag einn sagði Alison að hún vildi fá skilnað. Ekki leið á löngu þar til Lumsden tók ákvörðun um að drepa hana.

Fyrir rétti sagðist hann þjást af andlegum veikindum og eins og fyrr sagði fékk hann vægan dóm. Hann sat í fangelsi í 30 mánuði.

Fasteignafélag keypti húsið og hefur látið gera gagngerar endurbætur á því sem hafa tekið tíu ár. Húsið er nú nánast draumahús þeirra sem vilja gera vel við sig í húsnæðismálum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Afhjúpa sannleikann um hvernig Trump reiknaði út tollana og það hefur ekkert að gera með raunverulega tolla annarra þjóða

Afhjúpa sannleikann um hvernig Trump reiknaði út tollana og það hefur ekkert að gera með raunverulega tolla annarra þjóða
Pressan
Í gær

Fékk áfall þegar hún sá hvað eins árs sonur hennar var að borða – „Þegar sonur þinn borðar pabba þinn“

Fékk áfall þegar hún sá hvað eins árs sonur hennar var að borða – „Þegar sonur þinn borðar pabba þinn“
Pressan
Fyrir 2 dögum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gómaði Teslu-skemmdarvarg og lét hann heyra það – Sjáðu myndbandið

Gómaði Teslu-skemmdarvarg og lét hann heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varpa upp skýrari mynd af arkitekt dauðans – „Við kölluðum hann „Elsku Rex““

Varpa upp skýrari mynd af arkitekt dauðans – „Við kölluðum hann „Elsku Rex““
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift