,,Við Lárus Karl skruppum til Þingvalla í vikunni en stoppuðum stutt þar en ég eina bleikju,“ sagði Sigurður Sigurjónsson, leikari, er við heyrðum aðeins í honum. Bleikjan er byrjuð að gefa sig á Þingvöllum þessa dagana og sumar eru vænar.
,,Við sáum mikið af fiski, stoppum stutt en veðurfarið var frábær. Ég fór í Veiðivötn um daginn með góðum hóp og það gekk bara vel. Síðan er Iðan í ágúst“ sagði Sigurður í samtali við Veiðipressuna.
Urriðinn er ennþá að gefa sig á Þingvöllum og bleikjan hefur verið í fínu formi upp á síðkastið, flottar bleikjur inná milli. Veiðimaður sem var um daginn veiddi sex bleikjur og annar nokkrum dögum með fimm bleikjur.
Og veiðimenn sjá mikið af fiski eins og Siggi segir hérna á undan, vænar bleikjur svo framhaldið er mjög spennandi í Þingvallavatni.
Mynd: Lárus Karl Ingason og Sigurður Sigurjónsson við Þingvallavatn með bleikjuna góðu.