Niðurstöður nýrra útreikninga kanadískra og bandarískra vísindamanna hafa nú varpað ljósi á framtíð ísbjarna miðað við hversu mikið magn af CO2 mannkynið mun losa út í andrúmsloftið í framtíðinni. Ef losunin verður mjög mikil er útlitið ekki gott fyrir ísbirni. Það mun hafa í för með sér að nær allir stofnar ísbjarna verða útdauðir um næstu aldamót. Er þá miðað við sömu losun og nú er.
Vísindamennirnir rannsökuðu 13 af 19 ísbjarnastofnum á norðurheimskautinu.
Norðan við Grænland er hafís næstum allt árið. Þar munu áhrif loftslagsbreytinganna verða lítil og það jafnvel þótt meðalhitinn hækki um 4 gráður. En annars staðar verða áhrifin mun meiri en hækkandi hiti leggst misjafnlega á hin ýmsu svæði norðurheimskautsins. Sums staðar verður áfram mjög kalt og hafís til staðar en annars staðar hlýnar og hafís minnkar.