fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Fréttir

Ríkislögreglustjóri sendir frá sér tilkynningu um „skattborgarann“

Heimir Hannesson
Fimmtudaginn 23. júlí 2020 15:47

mynd/logreglan.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Embætti ríkislögreglustjóra hefur sent frá sér tilkynningu um vafasamt símtal lögreglunnar við innhringjanda í neyðarlínuna. DV sagði frá málinu fyrr í dag. Í Facebook færslu konunnar kemur fram að konan hafi verið spurð hvort maðurinn væri „skattborgari,“ og fannst henni ljóst að með því væri lögreglumaðurinn að spyrja um félagslegt ástand mannsins eða þjóðerni. Henni þóttu viðbrögðin lýsa áhugaleysi og látið að því liggja að ekki þyrfti að sinna manninum ef hann væri bara drukkinn.

Sjá nánar: Vafasamt símtal við lögreglumann til rannsóknar hjá embætti ríkislögreglustjóra

Segir í tilkynningu Ríkislögreglustjóra: „Eftir skoðun kom í ljós að samskipti starfsmannsins hefðu mátt vera betri og á því hefur verið tekið.“ Tekið er fram að orðalagið endurspegli ekki viðhorf viðkomandi starfsmanns né lögreglunnar til skjólstæðinga hennar.

Segir jafnframt í tilkynningunni:

Tekið skal skýrt fram að umrætt orðalag, sem nefnt er í umræddri stöðuuppfærslu, endurspeglar ekki viðhorf viðkomandi starfsmanns né lögreglunnar í heild til skjólstæðinga hennar. Starfsmaðurinn segir sjálfur að um klaufalegt orðaval hafi verið að ræða þegar hann hafi verið að reyna að átta sig á stöðunni sem hafi alls ekki verið illa meint. Hann áttaði sig á mistökum sínum og gekkst að fullu við þeim. Einnig skal tekið fram að ekki er um að ræða viðtekið orðfæri innan lögreglunnar.

Segir lögreglan að rætt hafi verið við tilkynnanda málsins og hann upplýstur um málsmeðferðina og skýringar starfsmannsins. Ítrekar jafnframt embætti Ríkislögreglustjóra að allir sem leiti til lögreglu eigi sama rétt á þjónustu og virðingu.

Fjarskiptamiðstöð lögreglu, sem tekur við símtölum í Neyðarlínuna sem varða lögregluna, er á forræði Ríkislögreglustjóra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Kynferðisbrotamaður framseldur frá Íslandi – Dæmdur fyrir brot gegn barnungri stúlku í heimalandinu

Kynferðisbrotamaður framseldur frá Íslandi – Dæmdur fyrir brot gegn barnungri stúlku í heimalandinu
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Guðni rifjar upp samtal: „Við hlustuðum ekki frekar en fyrri daginn“ – Segir lýsingar Úlfars vera sláandi

Guðni rifjar upp samtal: „Við hlustuðum ekki frekar en fyrri daginn“ – Segir lýsingar Úlfars vera sláandi
Fréttir
Í gær

Verslingar verulega ósáttir við Guðmund Inga – „Við teljum þá hugsun bæði hættulega og ósanngjarna“

Verslingar verulega ósáttir við Guðmund Inga – „Við teljum þá hugsun bæði hættulega og ósanngjarna“
Fréttir
Í gær

Alfa brýnir okkur til að tilkynna til barnaverndar ef okkur grunar að barn verði fyrir ofbeldi

Alfa brýnir okkur til að tilkynna til barnaverndar ef okkur grunar að barn verði fyrir ofbeldi