fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Pressan

Banamaður George Floyd ákærður fyrir skattsvik

Heimir Hannesson
Fimmtudaginn 23. júlí 2020 15:00

mynd/getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglumaðurinn Derek Chauvin, sem ákærður hefur verið fyrir morðið á George Floyd, hefur nú einnig verið ákærður fyrir skattsvik. Eiginkona Dereks, sem nú stendur í skilnaði við Derek er einnig ákærð í sama máli. NBC News greindi frá.

Er þeim gefið að sök að hafa ekki skilað inn skattframtölum og vantalið tekjur þeirra hjónanna. Ennfremur eru þau ákærð fyrir að hafa ekki greitt söluskatt af bifreið sem þau keyptu með því að skrá bifreiðina í öðru ríki en hún var notuð. Eiginkona Dereks, Kellie May Chauvin, sótti um skilnað eftir að George Floyd málið kom upp. Dauði George Floyd í haldi Dereks og þriggja annarra lögreglumanna, sem allir hafa verið ákærðir fyrir aðild sína að málinu, vakti upp gríðarlega reiði og mótmælaöldu sem ekki sér fyrir endann á.

Samsett mynd af fyrrverandi lögreglumönnunum fjórum sem nú eru ákærðir fyrir morðið á George Floyd. mynd/NBC News

Í nótt voru mótmæli víða um Bandaríkin og hefur Donald Trump beitt alríkislögreglumönnum á mótmælendur og var borgarstjóri Portland einn fórnarlamba táragas þeirra síðastliðna nótt.

Í ákærunni kemur fram að þau hjónin hafi vantalið tekur uppá 464 þúsund dollara á 5 ára tímabili, eða sem nemur 63 milljónum og skuldi nú skattinum að minnsta kosti fimm milljónir íslenskra króna.

Líklega eru skattabrotin ekki efst í huga Dereks, sem hefur nú misst vinnu sína, fjölskyldu og stendur frammi fyrir allt að 40 ára fangelsisdómi, verði hann fundinn sekur um manndráp af ásetningi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Gervihnattarmynd varpar ljósi á stóra framkvæmd í Norður-Kóreu

Gervihnattarmynd varpar ljósi á stóra framkvæmd í Norður-Kóreu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi vélmenni eru raunveruleg og gætu orðið hluti af hversdeginum á komandi árum – Sjáðu ótrúleg myndbönd!

Þessi vélmenni eru raunveruleg og gætu orðið hluti af hversdeginum á komandi árum – Sjáðu ótrúleg myndbönd!
Pressan
Fyrir 5 dögum

Varaforseti Bandaríkjanna sagður hafa orðið sér til skammar með klaufaskap

Varaforseti Bandaríkjanna sagður hafa orðið sér til skammar með klaufaskap
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hegðun fílanna í dýragarðinum í San Diego eftir skjálftann í gær vekur athygli – Myndband

Hegðun fílanna í dýragarðinum í San Diego eftir skjálftann í gær vekur athygli – Myndband
Pressan
Fyrir 6 dögum

Eru þetta vonarstjörnur vonlausra demókrata?

Eru þetta vonarstjörnur vonlausra demókrata?
Pressan
Fyrir 6 dögum

Leiddur fyrir aftökusveit og skotinn til bana

Leiddur fyrir aftökusveit og skotinn til bana