Tilkynnt var til lögreglu síðdegis í dag um útafakstur á Mosfellsheiði. Þar missti ökumaður stjórn á bíl sínum sem lenti við það út af veginum. Bíllinn skemmdist töluvert og var fjarlægður með dráttarbíl. Engin slys urðu á fólki.
Þetta kemur fram í Dagbók Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þar er einnig greint frá því að í hádeginu var tilkynnt um slys í hoppukastala á höfuðborgarsvæðinu. Hinn slasaði var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild.