fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024

Topp 10: Óskalisti yngismeyja

Jólagjafahugmyndir fyrir stelpur á aldrinum 13–20 ára

Margrét Gústavsdóttir
Laugardaginn 9. desember 2017 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það getur stundum verið vandasamt að finna frábærar jólagjafir fyrir ungar konur. Birta skellti því á sig jólasveinshúfunni, fór á stúfana fyrir lesendur og grennslaðist fyrir um hvaða gjafir væru efst á óskalista yngismeyja landsins fyrir jólin 2017. Hér eru niðurstöðurnar, topp 10 listi, í engri sérstakri röð.


1. Karókímíkrófónninn frá To Sing

Helsti kosturinn við karókí er að fólk þarf ekkert sérstaklega að kunna að syngja til að njóta þess í botn. Þessi frábæri karókímíkrófónn hentar reyndar gleðipinnum á öllum aldri en mun sannarlega slá í gegn hjá þessum yngri enda hentugri í fjörið en hárbursti. Hægt að tengja þráðlaust við símann og syngja svo fullum hálsi með uppáhaldstónlistinni. Fæst meðal annars í Nova og Elko.

Verð*: 9.900 kr.


2. Gjafabréf í förðunarkennslu og vöruúttekt hjá MAC í Kringlunni

Yngismeyjar hafa margar hverjar mjög gaman af förðun. Hjá MAC Cosmetics í Kringlunni og Smáralind er boðið upp á förðunarkennslu sem tekur ýmist 30, 60 eða 90 mínútur. Að kennslunni lokinni geta viðskiptavinir svo leyst út vörur fyrir upphæð gjafabréfsins.

Verð:

  1. 30 mín. 5.000 kr.
  2. 60 mín. 9.000 kr.
  3. 90 mín. 13.500 kr.

3. Mandarínu og kanil ilmkerti frá Völuspá

Þessi geysivinsælu kerti frá Kaliforníu fást meðal annars í versluninni Maia Reykjavík. Þau fást í ýmsum stærðum.

Verð: 5.490 kr.


4. Bókin Heima eftir Sólrúnu Diego

Snapparinn Sólrún Diego á heiður skilinn fyrir að hvetja ungmenni landsins áfram í tiltekt og þrifum á heimilinu. Hver átti von á því að kattþrifinn snappari yrði stórstjarna á Íslandi? Þetta er frábært! Fæst meðal annars hjá Heimkaup.

Verð: 5.190 kr.


5. WONDERBOOM hátalari

Ultimate Ears WONDERBOOM er þráðlaus hátalari sem gefur góð hljóðgæði með 360° hljóði. Auðvelt að tengja við snjallsíma með Bluetooth og svo er þessi litli hátalari með innbyggða rafhlöðu sem gefur allt að 10 klukkustunda þráðlausa notkun. Kemur í ótal litum. Fæst meðal annars í Elko.

Verð: 14.990 kr.


6. Risabolli frá Indiska

Hægt að nota undir penna, förðunarbursta eða bara kakóið. Þessir skemmtilegu risabollar fást hjá Indiska í Kringlunni.

Verð: 2.295 kr.


7. Spegill spegill …

Ikornness gólfspegillinn fæst hjá Ikea. Aftan á honum eru snagar sem hægt er að hengja bæði skartgripi eða fatnað á. Mjög hentugt fyrir ungar pjattrófur.

Verð: 14.950 kr.


8. Melting mug

Bráðnandi bollinn frá Studio Arhoj fæst meðal annars í pastelbleikum, gráum og hvítum lit. Hentar bæði sem skraut og drykkjarkrús. Fæst í versluninni Hrím.

Verð: 3.490 kr.


9. Notalegir inniskór

Hvað er meira kósí en að stinga einum makkíntossmola í munninn og táslunum ofan í notalega inniskó þegar búið er að taka upp pakkana? Þessir sætu, dúnmjúku inniskór fást hjá Next en þar er hægt að fá alls konar liti og tegundir.

Verð frá: 2.790 kr.


10. Glamglow Thirstymud 50 ml

Þessi geysivinsæli og girnilega útlítandi andlitsmaski á að minnka húðholur og virka vel gegn bóluvanda, sem og inngrónum hárum. Að sögn framleiðanda er hann jafnframt hreinsandi fyrir húðina og nærir hana vel.

Fæst meðal annars hjá Beautybox.is og í helstu snyrtivöruverslunum.

Verð: 7.390 kr.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum

Dagur gæti fengið sekt verði hann kærður

Dagur gæti fengið sekt verði hann kærður
433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Leggur til að dómarinn umdeildi fái hjálp og annan séns

Leggur til að dómarinn umdeildi fái hjálp og annan séns
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Landsliðið mætir Sviss í dag eftir tvö töp undanfarið

Landsliðið mætir Sviss í dag eftir tvö töp undanfarið
Pressan
Fyrir 3 klukkutímum
„Marius er æxlið“
Pressan
Fyrir 4 klukkutímum

Vopnaðir menn rændu „þjóðargersemum“ úr frönsku safni

Vopnaðir menn rændu „þjóðargersemum“ úr frönsku safni
Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Sonur mafíuleiðtoga fannst látinn – Óttast að blóðbað sé í uppsiglingu

Sonur mafíuleiðtoga fannst látinn – Óttast að blóðbað sé í uppsiglingu
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Mikið áfall fyrir Tottenham – Lykilmaður meiddist gegn City og fór í aðgerð í dag

Mikið áfall fyrir Tottenham – Lykilmaður meiddist gegn City og fór í aðgerð í dag
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ed Sheeran biðst afsökunar á því að hafa hagað sér eins og asni um helgina

Ed Sheeran biðst afsökunar á því að hafa hagað sér eins og asni um helgina