fbpx
Þriðjudagur 22.apríl 2025
Fréttir

Það þarf einhver að gera eitthvað – Sértrúarsöfnuður, lyklapartý eða brotin ríkisstjórn

Svarthöfði
Sunnudaginn 2. ágúst 2020 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svarthöfði elskar  að setjast niður eftir langan vinnudag og skoða hvað er í gangi í þjóðfélaginu. Það sem Svarthöfði hatar samt er þegar það er ekkert í gangi í þjóðfélaginu. Einmitt núna þá er gjörsamlega ekkert að gerast á þessu pínkulitla og volga skeri. Það gerist svo sem alltaf eitthvað en það endar allt svo fljótt. Eins og flugfreyjumálið, Svarthöfði hefði verið til í að sjá það rúlla áfram og fá aðeins meiri spennu. Nú er bara búið að leysa allt þar, ekkert drama og þá er ekkert til að vera spenntur yfir. Alveg hreint frábært fyrir flugfreyjurnar en fáranlega leiðinlegt fyrir fólk eins og Svarthöfða sem nærist á úlfúð og drama.

Það þarf bara eitthvað virkilega áhugavert að gerast. Eitthvað sem gerir Svarthöfða kleift að demba sér ofan í málið og vera ósammála öllum og móðurömmu þeirra líka.

Myndi það til dæmis drepa Íslendinga að gera einhvern stóran skandal, eitthvað sem Svarthöfði getur fylgst alveg rækilega með. Þið verðið samt að skilja að Svarthöfði vill ekki að neitt hræðilegt gerist. En það væri samt fínt fá eitthvað til að tala um í heita pottinum annað en það hvað veðrið á Íslandi er mismunandi. Það er eitthvað sem varð þreytt áður en það byrjaði.

Svarthöfði er alltaf að pæla svo hann hefur ákveðið að koma með nokkrar hugmyndir. Til dæmis gæti eitthvað fólk tekið sig saman og stofnað eins og einn sértrúarsöfnuð, eða jafnvel haldið risastórt lyklapartý. Það væri síðan líka gaman að fá eitthvað klassískt pistlarifrildi, Kári Stefánsson gæti kannski reddað því. Það væri líka gaman ef einhver í ríkisstjórninni myndi slíta stjórnarsamstarfinu, það er alltaf skemmtilegt að fylgjast með kosningum.

Málið er að Svarthöfði er ekki að biðja um mikið. Það þarf bara eitthvað sem lætur mann gleyma því að sumarið er alveg að klárast og skammdegisþunglyndið fer að banka upp á dyrnar eftir fáeinar vikur. Það er nefnilega hræðilega stutt í það að allt verði kalt, leiðinlegt og dapurt. Þá er alltaf nóg í gangi en Svarthöfði nær ekki að meta það jafn vel því hann er djúpt niðri, einn og einmana með sínum eigin hugsunsum. Það er sama hvað Svarthöfði gerir, hann nær aldrei að sleppa frá sínum eigin óraunverulega raunveruleika. Þess vegna vill hann að eitthvað magnað gerist áður en hann fellur ofan í hyldýpi síns eigin sjálfs.

Það þarf bara einhver að taka einn á sig fyrir liðið og gera eitthvað áhugavert sem þjóðin getur fylgst með. Svarthöfði man gömlu góðu dagana þegar fáranlegir hlutir gerðust sí svona. Eins og þegar einhver gaur sem hét Almar ákvað að vera nakinn í kassa fyrir framan alla þjóðina. Hvar er fólk eins og Almar þegar maður þarf á því að halda?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Forseti Íslands setur Stóra plokkdaginn á sunnudaginn

Forseti Íslands setur Stóra plokkdaginn á sunnudaginn
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Þarf alltaf að vera vín?

Þarf alltaf að vera vín?
Fréttir
Í gær

Fær ekki að reisa litla virkjun á eigin jörð – Starfsmenn Skipulagsstofnunar og annars sveitarfélags sögðu ekki hafa verið rétt staðið að synjuninni

Fær ekki að reisa litla virkjun á eigin jörð – Starfsmenn Skipulagsstofnunar og annars sveitarfélags sögðu ekki hafa verið rétt staðið að synjuninni
Fréttir
Í gær

Íslendingar minnast Frans páfa – „Væn manneskja“

Íslendingar minnast Frans páfa – „Væn manneskja“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tólf skotnir til bana á hanabardaga

Tólf skotnir til bana á hanabardaga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta er sagður tilgangur Pútín með páskavopnahléinu sem virðist þó ekki halda

Þetta er sagður tilgangur Pútín með páskavopnahléinu sem virðist þó ekki halda
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Brotist inn í verslun og sjóðsvél stolið

Brotist inn í verslun og sjóðsvél stolið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Dularfullt mál: Leita að þremur manneskjum eftir að bátur fannst mannlaus

Dularfullt mál: Leita að þremur manneskjum eftir að bátur fannst mannlaus