fbpx
Föstudagur 07.febrúar 2025
Fréttir

Meint fórnarlömb „Stjörnunuddarans“ svipt lögmanni sínum í Landsrétti

Heimir Hannesson
Þriðjudaginn 21. júlí 2020 20:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt heimildum DV staðfesti Landsréttur í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þess efnis að Sigrún Jóhannsdóttir lögmaður megi ekki gegna starfi réttargæslumanns fyrir brotaþola í máli gegn Jóhannesi Tryggva Sveinbjörnssyni. Þinghald í málinu er lokað.

Forsaga málsins er sú að Sigrún hefur frá árinu 2017 starfað sem lögmaður fjölmargra kvenna sem gáfu sig fram og sökuðu Jóhannes Tryggva um kynferðislega áreitni í störfum sínum sem „meðhöndlari.“ 32 konur stigu fram, 15 lögðu fram kæru en 11 af þeim var vísað frá í úrvinnslu málsins hjá lögreglu og ákærusviði lögreglunnar. Að endingu fór svo að Jóhannes var kærður fyrir að nauðga fjórum konum. Sigrún var settur réttargæslumaður þeirra kvenna í sakamálinu gegn Jóhannesi.

Sjá nánar: „Stjörnunuddarinn“ Jóhannes Tryggvi Sveinbjörnsson ákærður fyrir að nauðga fjórum konum

Engin fordæmi fyrir beitingu ákvæðis

Við þingfestingu málsins gerði lögmaður Jóhannesar, Steinbergur Finnbogason, fyrir hönd umbjóðanda síns kröfu um að Sigrún yrði sett á vitnalista hins ákærða, Jóhannesar. Það gerði það að verkum að Sigrún mátti ekki sinna réttargæslu í málinu, Í 33. gr. sakamálalaga segir að lögmaður megi ekki sinna því starfi né verjanda sé lögmaðurinn á vitnalista við aðalmeðferð máls.

DV leitaðist eftir viðbrögðun Sigrúnar við úrskurðinum. Segir hún að ákvæðið hafa verið í lögum til fjölda ára en aldrei beitt með þessum hætti. Nokkrum sinnum hefur reynt á ákvæðið þegar í ljós hefur komið að verjandinn hafi sjálfur haft aðkomu að brotunum í upphafi, til dæmis haft réttarstöðu sakbornings. Auðvitað gengur illa upp að hann gæti hagsmuna sakbornings á sama tíma og hann hefur hugsanlega ríka persónulega hagsmuni af framgangi málsins og niðurstöðu. Jafnvel að annar maður sé fremur dæmdur, segir Sigrún.

Hættulegt fordæmi sett

Sigrún segir enn fremur að hér sé verið að setja lögmann brotaþola á vitnalista til þess eins að vitna um samskipti sín við brotaþolanna á rannsóknarstigi. „Það hafi engum lögmanni hreinlega dottið í hug áður né haft það í sér að nota ákvæðið með þessum hætti.“

Sigrún segir þessa beitingu ákvæðisins þungt högg fyrir brotaþola, enda sé hér verið að opna fyrir þann möguleika að gerendur í ofbeldismálum geti hreinlega hefnt sín á brotaþolum sem leggja fram kærur með því að setja lögmenn þeirra á vitnalistann sinn. Þannig sé hér sett hættulegt fordæmi. Sigrún segist ennfremur eiga von á því að ákvæðið verði tekið til endurskoðunar núna þegar fordæmi sem þetta hefur verið sett.

Aðalmeðferð málsins verður háð fyrir luktum dyrum enda þinghald lokað í málinu og fer fram í september.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Jóhann játar sök varðandi vörslu og dreifingu barnaníðsefnis – Svarar til saka 15. febrúar

Jóhann játar sök varðandi vörslu og dreifingu barnaníðsefnis – Svarar til saka 15. febrúar
Fréttir
Í gær

Landsréttur sneri við dómi úr héraði – Kennari fær skaðabætur eftir að hafa slasast við árás nemanda

Landsréttur sneri við dómi úr héraði – Kennari fær skaðabætur eftir að hafa slasast við árás nemanda
Fréttir
Í gær

Björgunarsveitir víða að störfum og Vellirnir á floti

Björgunarsveitir víða að störfum og Vellirnir á floti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Saklaus af kynferðisbroti en fær ekki hærri bætur

Saklaus af kynferðisbroti en fær ekki hærri bætur