Flestir veiðimenn byrja veiðiskapinn á bryggjum landsins eða í vötnumen. Einn og einn og jafvel fleiri finna sér tjörn og veiða sinn fyrsta fisk þar og geyma hann einhvern tíma áður en honum er sleppt.
,,Ég veiddi fiskinn í tjörn í Norðurárdal en það voru fleiri fiskar þarna,“ sagði Árni Rúnar Einarsson sem veiddi fyrsta fiskinn sinn í gær. Þetta var laxaseiði sem hann sleppi því aftur eftir að hafa skoðað það vel um stund
,,Þetta var gaman og ég ætla að veiða fleiri fiska í ágúst. Þá ætla ég að veiða bleikju í Fljótunum,“ sagði Árni Rúnar hróðugur og sýndi fiskinn sem hann hafi sett í dollu með vatni. Svona getur veiðiferillinn byrjað, áhuginn er allavega fyrir hendi.
Mynd. Árni Rúnar Einarsson með fyrsta fiskinn sinn en hann verður 4 ára í október. Mynd María Gunnarsdóttir.